fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Eyjan

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Eyjan
Laugardaginn 18. janúar 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar þurfa, eins og aðrar þjóðir, að vera með hagsmunamat á hverjum einasta degi. Meta þarf okkar hagsmuni og hvaða skref við þurfum að taka til að tryggja öryggi heimila og fyrirtækja og gefa þeim tækifæri til að blómstra. Ríkisstjórnin hlustaði á Vilhjálm Birgisson, sem lengi hefur talað fyrir því að fengnir verði óháðir erlendir sérfræðingar til að leggja mat á kosti og galla krónunnar sem gjaldmiðils. Einmitt núna er verið að skoða nöfn óháðra erlendra sérfræðinga sem fengnir verða í þetta mikilvæga verkefni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hlusta má á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Þorgerður Katrín - 4
play-sharp-fill

Eyjan - Þorgerður Katrín - 4

„Við erum með það í pípunum og það er verið að skoða nöfn óháðra erlendra sérfræðinga, það er mikilvægt að það var gert og ég ætla ekkert að leyna því að við hlustuðum m.a. á Vilhjálm Birgisson sem hefur lengi talað fyrir þessu. Við eigum náttúrlega margar skýrslur fyrirfram forritaðar af Íslendingum en ég held að það skipti máli – glöggt er gests augað – að við fáum erlenda sérfræðinga til að fara yfir kosti og galla krónunnar og hvaða afleiðingar eða áhrif hún hefur á íslensk heimili fyrst og fremst og íslenskt atvinnulíf. Það er ekkert óeðlilegt að við gerum það, og eins og þú bentir réttilega á áðan þá eru Norðmenn að ræða mikið sinn gjaldmiðil. Svíar reyndar líka og mig minnir að seðlabankastjóri Svía til 17 ára hafi sagt að nú verði Svíar að taka stærra skref heldur en að vera með sænsku krónuna,“ segir Þorgerður Katrín.

Hún segir að við Íslendingar þurfum, rétt eins og aðrar þjóðir, að vera með hagsmunamat á hverjum einasta degi. „Meta okkar hagsmuni, hvaða skref við þurfum að taka til þess að tryggja það að við komum heimilunum í skjól og veitum þeim líka tækifæri til þess að blómstra til skemmri og lengri tíma. Og atvinnulífinu. Við vitum það alveg, þegar við höfum farið inn í fyrirtækin, sérstaklega nýsköpunar- og sprotafyrirtækin sem síðan hafa orðið stærri, hvort sem það er Marel eða önnur fyrirtæki, að stöðugur gjaldmiðill frá upphafi hefði auðvitað hjálpað; bæði til að fá fjárfesta að borðinu og greiðara aðgengi að tryggri fjármögnun, það er það sem er svo mikilvægt fyrir fyrirtækin okkar sem eru að taka ákveðin skref í því að stækka og þróa sig.“

Og þetta á að vinnast hratt, er það ekki?

„Jú, þetta á að vinnast hratt og þetta er það sem á að gerast núna. Ég vonast til að það liggi fyrir ekki seinna en í febrúarmánuði hverjir það verða sem fara í þetta mikilvæga verkefni og kortleggja þetta stóra hagsmunamál íslenskra heimila og íslensks atvinnulífs.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Opinn fundur um tjáningarfrelsi og framtíð fréttamennsku

Opinn fundur um tjáningarfrelsi og framtíð fréttamennsku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Samskiptin við Bandaríkin lík samskiptum við alræðisríki

Þorsteinn Pálsson: Samskiptin við Bandaríkin lík samskiptum við alræðisríki
Hide picture