fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Eyjan

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 15:08

Íris Rún Karlsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íris Rún Karlsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri samstarfs (e. Head of Partnerships) hjá Klöppum. Hugbúnaðarlausnir Klappa gera fyrirtækjum kleift að uppfylla kröfur um upplýsingagjöf í sjálfbærni með einföldum og skilvirkum hætti. Klappir dreifa hugbúnaðinum í gegnum net samstarfsaðila sem nær til um 25 landa.

Íris gegndi áður stöðu yfirmanns þjónustu og sjálfbærni hjá Klöppum frá árinu 2023. Áður starfaði hún í áratug hjá Chr. Hansen í Danmörku í ýmsum störfum en allar á sviði sjálfbærni. Hún var meðal annars yfirmaður umhverfismála og var yfir teymi sérfræðinga hjá fyrirtækinu sem er leiðandi á heimsvísu í lífvísindum og náttúrulegum hráefnum, eins og kemur fram í tilkynningu.

Í nýja starfi sínu hjá Klöppum mun Íris bera ábyrgð á að afla nýrra viðskiptatækifæra sem og að efla samstarf við samstarfsaðila fyrirtækisins.

„Þetta er nýtt og spennandi starf hjá Klöppum, og ég er full tilhlökkunar að takast á við það. Það er mjög hvetjandi að fá tækifæri til að vinna enn frekar með hugbúnað Klappa og leita nýrra sóknartækifæra. Í starfinu mun ég leggja sérstaka áherslu á að styrkja samskipti við samstarfsaðila og endursöluaðila á erlendum mörkuðum. Fyrirtækið hefur vaxið hratt og við undirbúum okkur fyrir áframhaldandi öra þróun á næstu árum. Það eru því sannarlega spennandi tímar framundan,“ segir Íris.

„Íris býr yfir traustum stjórnendagrunni og hefur mikla reynslu af því að byggja upp árangursrík teymi í sjálfbærni, þjónustu og ráðgjöf. Við erum mjög ánægð með að hún hafi tekið að sér að leiða uppbyggingu á alþjóðlegum dreifileiðum Klappa í gegnum samstarfsnet okkar sem nær um allan heim. Reynsla hennar og þekking gerir hana að frábærum leiðtoga sem mun styrkja fyrirtækið og efla viðskiptatækifæri okkar með aukinni samvinnu við samstarfsaðila,“ segir Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna