fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Eyjan

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Eyjan
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 11:00

Guðlaugur Þór Þórðarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi umhverfis- og orkumálaráðherra, gagnrýnir arftaka sinn í embætti, Jóhann Pál Jóhannsson vegna yfirlýsinga undanfarið. Segir hann Jóhann Pál ekki ætla að leggja fram fyrir þingið allar þær rammaáætlarnir um nýtingu orku sem tilbúnar eru, heldur bara eina í einu. Guðlaugur Þór segir Jóhann Pál einnig stæra sig af verkum fyrri ríkisstjórnar.

Þetta kemur fram í aðsendri grein Guðlaugs Þórs í Morgunblaðinu í dag:

„Nýr orku­málaráðherra fer mik­inn fyrstu dag­ana í embætt­inu. Það er í sjálfu sér vel ef hann fylg­ir því eft­ir með verk­um. Það er sér­stak­lega ánægju­legt að hann virðist hafa yf­ir­gefið stefnu og verk (eða verk­leysi) Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í orku­mál­um. Ráðherr­ann kvart­ar und­an því að ramm­a­áætl­un hafi loks verið samþykkt á síðasta kjör­tíma­bili eft­ir níu ár. Já, það var fyrst eft­ir að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tók við ábyrgð á ramm­a­áætl­un sem hún var samþykkt á Alþingi, ásamt ein­föld­un­ar­frum­varpi sem ger­ir það að verk­um að nú er hægt að stækka virkj­an­ir án þess að fara í gegn­um ramma­ferlið.“

Guðlaugur Þór segir að Samfylkinging hafi á síðasta kjörtímabili ekki stutt við áform um fleiri virkjanir á síðasta kjörtímabili. Árangur hafi hins vegar náðst hjá fyrrverandi ríkisstjórn sem ný ríkisstjórn njóti góðs af núna:

„Sá ár­ang­ur sem við náðum á síðasta kjör­tíma­bili hef­ur leitt til þess að nú er verið að byggja bæði Hvamms­virkj­un og Búr­fells­lund. Stóru orku­fyr­ir­tæk­in eru að stækka virkj­an­ir á grunni laga­breyt­ing­anna. Kyrrstaðan er svo sann­ar­lega rof­in og það var ekki Sam­fylk­ing­in sem rauf hana. Reynd­ar greiddu nú­ver­andi stjórn­ar­flokk­ar ekki at­kvæði með ramm­a­áætl­un, þannig að ef þeir hefðu náð sínu fram þá ríkti kyrrstaðan enn.

Á síðasta kjör­tíma­bili voru skila­boðin frá meiri­hlut­an­um í Reykja­vík, und­ir for­ystu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, að það væri ekki rétt­læt­an­legt að virkja meira. Síðasta rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar gekk raun­ar þannig fram að hún breytti allri vinnu verk­efn­is­stjórn­ar um ramm­a­áætl­un og tók út álit­lega virkj­un­ar­kosti og þá sér­stak­lega vatns­afls­kosti og setti fjölda kosta í vernd. Einn þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Kristján Möller, lýsti þess­um vinnu­brögðum þannig að verið væri að að eyðileggja ramm­a­áætl­un. Við sjálf­stæðis­menn vor­um sam­mála hon­um og börðumst gegn þess­um skemmd­ar­verk­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar en allt kom fyr­ir ekki.“

Guðlaugur Þór segir að kyrrstaða í orkumálum hafi verið rofin á síðasta kjörtímabili og ný ríkisstjórn sé því í öfundsverðri stöðu í upphafi kjörtímabil. Arftaki hans í embætti sé hins vegar að skreyta sig með stolnum fjöðrum:

„Staðreynd­in er sú að á síðasta kjör­tíma­bili var ára­löng kyrrstaða rof­in í orku­mál­um. Gríðarlega um­fangs­mik­il vinna átti sér stað varðandi ein­föld­un stofn­ana­skipu­lags og reglu­verks og grunn­ur var lagður að bjartri grænni framtíð í mála­flokkn­um.

Það er ekki stór­mann­legt af ráðherr­an­um að reyna að blekkja fólk með því að staðan og búið sem hann tek­ur nú við séu hans verk. Hver verður að fá að fljúga eins og hann er fiðraður, en verst er ef fjaðrirn­ar eru stoln­ar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þennan vilja lesendur DV sjá sem leiðtoga Sjálfstæðismanna

Þennan vilja lesendur DV sjá sem leiðtoga Sjálfstæðismanna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Play skýtur föstum skotum í hagræðingatillögum – „Persónuleg söfnun starfsmanna á vildarpunktum er óeðlilegur hvati

Play skýtur föstum skotum í hagræðingatillögum – „Persónuleg söfnun starfsmanna á vildarpunktum er óeðlilegur hvati
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bjarni hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins og tekur ekki sæti á þingi

Bjarni hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins og tekur ekki sæti á þingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör