fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Eyjan

Hilmar ræðir um framferði Trumps – „Þetta er ekki skynsamlegt en þetta er skiljanlegt“

Eyjan
Mánudaginn 13. janúar 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor á Akureyri, tjáir sig reglulega um þróun heimsmála, ekki síst Úkraínustríðið og vaxandi spennu á norðurslóðum. Hann bendir á að stórveldi fari sínu fram ef þau telja öryggishagsmunum sínum ógnað hvað sem alþjóðalögum líður. Hann segist þar með alls ekki vera að réttlæta slíkt framferði eins og sumir hafi skilið málflutning hans. „Ég hef lengi haldið því fram að stórveldi fari sínu fram ef þau telja þjóðaröryggi sínu ógnað jafnvel þó það geti verði í trássi við alþjóðalög og að smáríki þurfi að skilja þetta og taka mið af því í samskiptum símum við stórveldi. Sumir hafa túlkað þetta á þann veg að ég telji að þetta æskilegt ástand, að ég vilji hafa þetta svona. Auðvitað skiptir engu máli hvað ég vil eða vil ekki í þessu sambandi. Þetta snýst um að lýsa heiminum eins og hann er, hvað ég vil eða tel æskilegt skiptir augljóslega engu máli í þessu samhengi. Smáríki þurfa að lámarka það tjón sem þau geta orðið fyrir, komi upp hagsmunaárekstrar, og forðast illdeilur við stórveldi sé það mögulegt,“ segir Hilmar í nýrri skoðanagrein á Vísir.is.

Stórkarlalegar yfirlýsingar Donald Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna, undanfarið hafa vakið furðu. Hann hefur m.a. ekki útilokað þann möguleika að Bandaríkin taki Grænland með hervaldi, sem og Panama-skurðinn, og stuðli að innlimun Kanada í Bandaríkin með viðskiptaþvingunum.

Í viðtali við Bylgjuna í morgun segir Hilmar um þessar yfirlýsingar Trumps:

„Þetta er ekki skynsamlegt en þetta skiljanlegt. Valdajafnvægið hefur raskast á norðurslóðum. Hugmyndin um að kaupa Grænland er gömul, nær alveg aftur til 1867 og svo þegar Truman forseti Bandaríkjanna gerði 1946 formlegt tilboð um að kaupa Grænland – þetta er ekki skynsamlegt. En ef við lítum á heiminn eins og hann er í raun og veru þá fara stórveldi sínu fram óháð alþjóðalögum.“

Raskað valdajafnvægi á norðurslóðum

Hilmar bendir á að Trump hafi áhyggjur af valdajafnvæginu á norðurslóðum, þar sem nýjar siglingaleiðir séu að opnast og auðlindir að verða aðgengilegar, t.d. sjaldgæfir málmar á Grænlandi. „Ég er ekki að afsaka þetta framferði Trumps en það er skiljanlegt að ríki eins og Bandaríkin fari að horfa mjög alvarlega á þetta og hafi áhyggjur af þessu,“ segir Hilmar og vísar þar bæði til stöðu Grænlands og Kanada.

Hann bendir á að Úkrarínustríðið hafi leitt til óhefts samstarfs Rússa og Kínverja og við þetta bætist að Bandaríkjamenn séu á leiðinni í viðskiptastríð við þá síðastnefndu. Vinátta og samstarf Rússa og Kínverja geti leitt til þess að Danir, sem eru smáríki í samanburði við þessa aðila, missi tökin á Grænlandi og það flýti fyrir því að Grænland verði sjálfstætt.

Hilmar telur skynsamlegt að Bandaríkin og Grænland geri samninga sem feli í sér aðgang að ákveðnum svæðum, sem og aðgengi að auðlindum Grænlendinga í gegnum utanríkisviðskipti.

Hvað þýðir þetta fyrir Ísland?

Bylgjan spurði Hilmar hver væri staða Íslands í þessu öllu. Hann sagði:

„Við erum með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin. Við fáum ekki miklar fréttir af því en Bandaríkin og Nató eru þegar að auka viðbúnað á Keflavíkurflugvelli. Það er að koma kjarnorkukafbátur í Helguvík, hefði einhvern tíma heyrst hljóð úr horni ef það gerðist á Íslandi, að það væru að koma kjarnorkukafbátar í Helguvík, þeir eru ekki útbúnir vopnum en geta borið kjarnorkuvopn. Síðan er verið að auka viðbúnað, stækka, styrkja kafbátaleitarstöð, alls konar framkvæmdir í gangi, en ég sé ekki fyrir mér að Trump muni gera kröfu til Íslands, en við vitum ekkert um það. Við höfum ákveðinn ramma um hvernig við erum að vinna með Bandaríkjamönnum í gegnum varnarsamninginn. Við höfum alltaf viljað undanfarin 30 ár að varnarliðið á Keflavíkurflugvelli væri með meiri viðbúnað, ekki minni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG