fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Segir oflof Björns Bjarnasonar um feril Bjarna Ben innistæðulaust

Eyjan
Sunnudaginn 12. janúar 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason er blindaður af fjölskyldutengslum sínum við Bjarna Benediktsson og telur hann, þvert á staðreyndir og söguna, vera einn af stóru leiðtogum Sjálfstæðisflokksins; líkir honum við Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson eldri.

Í nýjum Dagfarapistli á Hringbraut segir Ólafur Arnarson Björn Bjarnason vera á miklum villigötum þegar hann segir frænda sinn, Bjarna Benediktsson, hafa verið „áhrifamesti flokksforingi landsins frá kjöri 2009.“

„Þessi orð standast hins vegar enga skoðun. Skyldi Steingrímur J. Sigfússon ekki hafa verið áhrifamesti flokksforinginn á árunum 2009 til ársins 2013 þegar hann réði nær öllu sem hann vildi ráða? Trúlega hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verið sá áhrifamesti eftir að hann tók við sem forsætisráðherra árið 2013 og tæpast verður fram hjá því litið að Katrín Jakobsdóttir var ótvíræður leiðtogi vinstri stjórnar sinnar frá árinu 2017 og allt þar til hún hvarf af vettvangi stjórnmálanna á síðasta ári. Þetta virðist hafa farið fram hjá Birni, náfrændanum.“

Ólafur rifjar það upp þegar Styrmir Gunnarsson, þáverandi ritstjóri Morgunblaðsins, fullyrti í leiðara, eftir að Geir Hallgrímsson lét af formennsku í flokknum 1983, að tími hinna stóru leiðtoga væri liðinn í Sjálfstæðisflokknum. „ Í ljósi þess sem síðar kom á daginn reyndust orð Styrmis öfugmæli hin mestu og verður vart minnst með öðrum hætti. Á eftir Geir komu þrír öflugir formenn í Sjálfstæðisflokknum sem verðskulda að vera taldir í fremstu röð forystumanna flokksins í sögulegu samhengi, þeir Þorsteinn Pálsson, Davíð Oddsson og Geir H. Haarde.“ Ólafur segir að lengi hafi verið hlegið að þessum leiðara, sem skrifaður hafi verið í þágu Geirs, sem var stjórnarformaður Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins.

Enginn friður og stöðugleiki var því í Sjálfstæðisflokknum í formannstíð Geir.

Í ljósi þess sem síðar kom á daginn reyndust orð Styrmis öfugmæli hin mesturog verður vart minnst með öðrum hætti. Á eftir Geir komu þrír öflugir formenn í Sjálfstæðisflokknum sem verðskulda að vera taldir í fremstu röð forystumanna flokksins í sögulegu samhengi, þeir Þorsteinn Pálsson, Davíð Oddsson og Geir H. Haarde.

Ólafur nefnir að þegar Bjarni Benediktsson tók við formennsku í Sjálfstæðisflokknum af Geir H. Haarde árið 2009 var fylgi flokksins úr síðustu kosningum 36,6 prósent en þegar hann lætur af formennsku í Sjálfstæðisflokknum sé fylgið komið niður í 19,4 prósent og hafi þannig nær helmingast í formannstíð Bjarna. Samt tali hann um úrslit kosninganna þann 30. nóvember sl. sem varnarsigur!

Hann segir marga keppast við að mæra hann með ýmsum hætti án þess að hafa hugfast hið fornkveðna, að oflof sé háð. Enginn hafi hins vegar gengið eins langt í kjánalegu og innstæðulausu hrósi og náfrændi Bjarna, öldungurinn Björn Bjarnason.

„Björn lætur þess getið í skrifum sínum að Sjálfstæðisflokkurinn hafi klofnað með tvennum hætti í formannstíð Bjarna frænda hans. Vart getur það talist til afreka hjá Bjarna Benediktssyni að hafa ekki haft lag á að halda flokki sínum saman. Björn segir „jaðarflokka“ hafa klofnað frá Sjálfstæðisflokknum. Þar á hann við miðjuhægriflokkinn Viðreisn og hægri flokkinn Miðflokk. Þessir „jaðarflokkar“ fengu samtals 29 prósenta fylgi í síðustu kosningum en sjálfur Sjálfstæðisflokkurinn einungis 19 prósent. Þetta er hin óumdeilda staða sem Björn Bjarnason og aðrir gamlir flokkseigendur í Sjálfstæðisflokknum geta ekki horfst í augu við. Að mati Björns frænda er ekki að sjá að Bjarni hafi gert nein mistök. Fólkið sem hefur leyft sér að andæfa honum og gagnrýna störf hans innan flokks og utan er stimplað „undirmálsmenn“ sem þrífast á níði. Æ, æ, hve dapurlegt ramakvein.“

Ólafur nefnir að Þorgeir Eyjólfsson, fyrrum framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, birtir merkilega grein í Morgunblaði helgarinnar. „Hann viðurkennir þar að það hafi verið erfið ákvörðun hjá honum að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum 30. nóvember í fyrst sinn í meira en hálfa öld. Fyrir því eru margar ástæður sem hann rekur í greininni. Hann bendir meðal annars á að ríkisfjármálin hafi verið tekin lausatökum á annan áratug og frá 2017 hafi ríkisútgjöld vaxið um 40 prósent á föstu verðlagi. Hann nefnir einnig að húsnæðismálin hafi setið á hakanum, málefni innflytjenda verið í ólestri, menntamálin í uppnámi, samgöngumál hafi drabbast niður og virkjanaframkvæmdir dregist úr hömlu.“

Ólafur bendir á að Þorgeir Eyjólfsson var einn helsti áhrifamaður innan lífeyrissjóða á Íslandi í aldarfjórðung á miklum uppbyggingarárum sjóðanna. „Orð Þorgeirs eru að sönnu marktæk. Hann rekur í grein sinni sitthvað sem farið hefur úrskeiðis hjá ríkisstjórnum síðari ára. Hann kallar eftir breyttum starfsháttum nýrrar forystu til að unnt verði að kjósa Sjálfstæðisflokkinn að nýju. Í orðum hans felst mikil yfirvegun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Wolt í samstarf við Domino´s

Wolt í samstarf við Domino´s
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg

Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“