fbpx
Miðvikudagur 08.janúar 2025
Eyjan

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“

Eyjan
Mánudaginn 6. janúar 2025 16:35

Bjarni Benediktsson. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson hefur tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins og muni jafn framt láta af þingmennsku. Bjarni hefur verið formaður síðan 2009 og síðan þá gengt embættum forsætis-, fjármála- og utanríkisráðherra, mislengi þó. Hann hefur verið umdeildur í íslenskum stjórnmálum og því í raun skiljanlegt að viðbrögð við brotthvarfi hans séu blendin. Eyjan tók saman nokkur dæmi.

Viðbrögðin í netheimum fara svolítið eftir því hvar viðkomandi stendur í pólitík og hversu nærri Bjarna.

Björn Bjarnason fyrrum ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins er náfrændi Bjarna. Í sínum daglega pistli á heimasíðu sinni lofar Björn frænda sinn í hástert:

„Stjórnmálaumræðurnar taka á sig annan svip á Íslandi vegna ákvörðunar Bjarna Benediktssonar. Hann hefur verið þungamiðja þessara umræðna um árabil. Til sögunnar hefur komið hópur undirmálsmanna sem þrífst á níði um hann. Sagan jarðar róginn en eftir stendur allt sem áunnist hefur á glæsilegum og mögnuðum stjórnmálaferli.“

Hrókur alls fagnaðar

Oft hefur andað köldu á milli Bjarna og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem bauð sig fram sem formaður gegn Bjarna á síðasta landsfundi. Í færslu sinni á Facebook leitaðist Guðlaugur Þór þó við að ýta öllu slíku til hliðar:

„Forystumaður og þá sérstaklega formaður Sjálfstæðisflokksins mun alltaf verða umdeildur en þegar að málin eru gerð upp í heild sinni mun öllum verða ljóst að verk hans skiluðu þjóðinni miklu.Við kynntumst löngu áður en við settumst á þing og hefur samstarfið og samband okkar verið farsælt og gott á heildina litið þrátt fyrir að á ýmsu hafi gengið á löngum tíma. Bjarni er skemmtilegur félagi og hrókur alls fagnaðar.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur eins og Guðlaugur Þór verið orðuð við formannsframboð. Hún er þakklát Bjarna:

„Frá því ég steig mín fyrstu skref í Sjálfstæðisflokknum hefur Bjarni verið mér mikilvægur félagi, vinur og leiðtogi. Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum og fyrir það verð ég alltaf þakklát. Ég óska honum og fjölskyldu hans alls hins besta.“

Aldrei fer Jón

Pólitískir andstæðingar Bjarna og aðrir sem eru ekki miklir aðdáendur hans eru hins vegar ekki eins hlýlegir og ræða sumir hverjir brotthvarf hans í samhengi við það að Jón Gunnarsson taki við þingsætinu sem Bjarni víkur úr en Jón hefur verið orðaður við formannsframboð. Mörður Árnason fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar skrifar einfaldlega:

„En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson.“

Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður og rithöfundur hefur aldrei farið í grafgötur með andstöðu sína við Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn:

„Það segir einhverja sögu um formannstíð Bjarna Benediktssonar í Sjálfstæðisflokknum að þau einu sem virðast sjá í alvöru eftir honum eru andstæðingar flokksins sem höfðu vonast til að hann færi enn neðar með flokkinn.“

Bless

Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins og leiðtogi þeirra í síðustu alþingiskosningum er ekki að eyða mörgum orðum í tíðindin sem felast í brotthvarfi Bjarna:

„Bless bless.“

Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar segir að hana hafi dreymt fyrir þessum tíðindum:

„Nú skil ég betur bíltúr okkar Bjarna í draumi mínum um daginn (ég var nb bílstjórinn) Ég segi nú eins og þá: „Bjarni minn, þetta verður allt í lagi.“

Ásta Þórdís Skjalddal varaborgarfulltrúi Sósíalista er hæst ánægð:

„Til hamingju Ísland. Gleðilegt nýtt ár.“

Gunnar Smári Egilsson einn af forystumönnum Sósíalistaflokksins og mikill andstæðingur Bjarna gleymir sér ekki alveg í fögnuði og virðist átta sig á að um söguleg tíðindi er að ræða:

„Tímabili sem kenna má við Bjarna og Katrínu (Jakobsdóttur, innsk. Eyjunnar) er lokið, annað fólk mun móta stjórnmálin á næstu árum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar

Segir nýja valdablokk í Sjálfstæðisflokknum vilja tafarlausar breytingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt

Össur fer mikinn í að greina átökin innan Sjálfstæðisflokksins – Segir að Þórdís Kolbrún hafi gert stór mistök sem muni reynast henni dýrkeypt
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!