fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Kirkjuræningjar

Eyjan
Laugardaginn 7. september 2024 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum fundust merkileg hnífapör frá Alþingishátíðinni 1930 í Frímúrarahúsinu. Slegið var upp blaðamannafundi og þessir dýrgripir afhentir Þjóðminjasafni. Upplagður og brosmildur starfsmaður safnsins hvatti fólk til að leita í fórum sínum að svipuðum hnífapörum sem enn þá væru á heimilum og gefa safninu. En hvað verður um hnífapörin frægu?

Þjóðminjasafnið nýtir sér risavaxið geymsluhúsnæði á Völlunum í Hafnarfirði. Þar er allt fullt af fornminjum sem teknir hafa verið úr kirkjum og híbýlum fólks og komið í geymslu. Í þessu lagerhúsnæði eru þúsundir fallegra útskorinna rúmfjala, aska, rokka og alls konar kirkjumuna. Þarna eru lækningatæki liðinna alda ásamt skartgripum, húsmunum og hnökkum og söðlum og verkfærum. Gripum horfinna kynslóða er safnað saman í smekklegar hillur með númeri og heiti.

Vandamálið er að þessir gripir koma aldrei fyrir sjónir almennings. Hnífapörin frægu munu fá stað í einhverri hillunni og þar munu þau sitja til eilífðarnóns. Þau eru jafntýnd þjóð sinni á Völlunum og þau voru í Frímúrarahúsinu forðum.

Einu sinni var Vatnsfjarðarkirkja við Djúp talin fallegasta kirkja landsins vegna listaverka sr. Hjalta Þorsteinssonar (1665-1754) sem prýddu hana. Ég kom í kirkjuna á dögunum og við blasti allsber kirkja sem búið var að rýja öllum gersemum. Myndir sr. Hjalta voru allar komnar í dyblissuna á Völlunum. Sama máli gegnir um aðrar sveitakirkjur. Altaristöflur og prédikunarstólar eru komnir suður í geymsluna og eftir stendur munaðarlaust kirkjuskipið. List sr. Hjalta á jafnmikið erindi til almennings á okkar tímum og áður. Ég vil skora á kirkjuræningja Þjóðminjasafns að skila aftur ómetanlegum gersemum fyrri alda og gera þannig kirkjur landsins að lifandi söfnum. Þessi stefna að safna öllum þjóðargersemum landsins í lokaða dyblissu í Hafnarfirði er menningarfjandsamleg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Meirihluti fyrir málamiðlun um þjóðaratkvæði

Þorsteinn Pálsson skrifar: Meirihluti fyrir málamiðlun um þjóðaratkvæði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Ástæða til bjartsýni á framtíðina

Björn Jón skrifar: Ástæða til bjartsýni á framtíðina
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar
EyjanFastir pennar
14.11.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ
EyjanFastir pennar
14.11.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Satt eða logið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Satt eða logið
EyjanFastir pennar
07.11.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn
EyjanFastir pennar
02.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin