fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Eyjan

„Við viljum halda áfram að vera samfélag sem hittir forsetann í sundi“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 6. september 2024 13:55

Félag kvenna í atvinnulífinu kynnti með stolti þátttöku Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Dr. Eddu Sifjar Pind Aradóttur, framkvæmdastýra Carbfix á stórglæsilegum viðburði. Mynd: Silla Páls

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var heldur betur tækifæri til að fagna kraftinum sem býr í íslenskum konum á opnunarviðburði FKA, félags kvenna í atvinnulífinu, sem fór fram hjá Carbfix fimmtudaginn 5. september. FKA kynnti með stolti þátttöku Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Dr. Eddu Sifjar Pind Aradóttur, framkvæmdastýru Carbfix á stórglæsilegum viðburði og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Konur fylltu nokkrar rútur til að sameinast og njóta stundarinnar með Höllu og Eddu Sif. Konum gafst einstakt tækifæri á að kíkja í eitt af holutopphúsum Carbfix, þar sem CO2 er breytt í stein og  hefur prýtt forsíðu National Geographic.

 „Hjálmur og vesti er hinn besti djammgalli,“ segir Unnur Elva Arnardóttir formaður FKA glöð í bragði eftir viðburðinn. „Halla Tómasdóttir forseti Íslands var heiðursgestur á Opnunarviðburði FKA hjá Carbfix, Edda Sif sem hefur hlotið fjölda innlendra og alþjóðlegra viðurkenninga fyrir leiðandi starf sitt á sviði loftslagsmála og sem brautryðjandi fyrir konur í vísindum. Þetta var því einstök stund sem við upplifðum.“

Time-tímaritið valdi Eddu Sif eina af áhrifamestu manneskjum í heiminum á sviði loftslagsmála og hún fræddi forseta og félagskonur FKA um tækni og jákvæð áhrif á loftslag.
Mynd: Silla Páls

Áhrifamiklar konur á topplistum víða um heim.

„Dr. Edda Sifjar Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix hlaut hvatningarviðurkenningu FKA 2022 og þá veitti hún viðurkenningunni viðtöku á fjarfundi, á tölvuskjá í sjónvarpsþætti sem við sendum út vegna heimsfaraldurs. Viðurkenningarhátíð FKA sem vanalega er viðburður sem vekur gríðarlega athygli þar sem framlína íslensks atvinnulífs sameinast var sjónvarpsþáttur vegna COVID. Time-tímaritið valdi Eddu Sif eina af áhrifamestu manneskjum í heiminum á sviði loftslagsmála og þannig mætti áfram telja. Þá voru hún og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, saman á topplista Reuters „List of 20 Trailblazing Women in Climate” á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Það var því tryllt að ná þeim saman á svið. Einstakt náttúrulega að búa á landi þar sem þú hittir forsetann í sundi – en það er nákvæmlega samfélagið sem við viljum búa í,“ segir Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA.

Unnur Elva Arnardóttir formaður FKA, Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Dr. Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix.
Mynd: Silla Páls

Hönnun Röggu Gísla fyrir Icewear

Rútuferðir voru farnar frá Húsi atvinnulífsins á meðan nokkrar konur komu sér sjálfar á svæðið. „Ein rúta fylltist, svo önnur og þriðja enda spennandi dagskrá og verið að telja í stórglæsilegan viðburð þökk sé Carbfix og Coca-Cola á Íslandi sem er aðalstyrktaraðili FKA á 25 ára afmælisári félagsins sem stendur yfir. FKA færði svo Höllu og Eddu Sif jakka og pils úr íslenskri ull úr smiðju Röggu Gísla söngkonu og listagyðju fyrir Icewear. Afrakstur vöruþróunar á íslenskri ull sem hefur vakið mikla athygli. Þá voru konum gefnir rauðir sokkar með vísun í Rauðsokkur sem hafa heldur betur haft áhrif á líf okkar og skrifað konur inn í söguna.“

Konur fylltu nokkrar rútur til að sameinast og njóta stundarinnar með Höllu og Eddu Sif á Opnunarviðburði FKA sem fór fram hjá Carbfix.
Mynd: Silla Páls
Félag kvenna í atvinnulífinu kynnti með stolti þátttöku Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Dr. Eddu Sifjar Pind Aradóttur, framkvæmdastýra Carbfix á stórglæsilegum viðburði.
Mynd: Silla Páls

Hvað er Carbfix?

Tæknin felur í sér að blanda koldíoxíði (CO2) við vatn og dæla því í hentug jarðlög þar sem náttúrulegu ferli er flýtt við að breyta CO2 í steindir sem eru bundnar varanlega. Þannig leggjum við okkar að mörkum gegn neikvæðum loftslagsbreytingum með því að neita sömu aðferðum og náttúran sjálf. Markmið og tilgangur Carbfix er skýr, að hafa raunveruleg jákvæð áhrif á loftslag með öruggum og sönnuðum aðferðum við að binda CO₂ í stein með því að útvíkka tæknina á heimsvísu.

Við verðum að tryggja að komandi kynslóðir erfi góðan og gefandi heim

Því er samtalið um loftslagsmál gríðarlega mikilvægt þegar við mótum framtíðina fyrir okkur öll. Það skiptir máli að ræða lausnir, þróa þær og leita leiða til að innleiða þær. Við þurfum öll að horfa inn á við, takast á við þann umhverfissóða sem býr í sumum okkar, og krefjast þess að kerfisbundnar breytingar verði til hins betra. Það er í okkar höndum að gæta að þessari einu jörð og tryggja að komandi kynslóðir erfi góðan og  gefandi stað.

Laufey Guðmundsdóttir sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON Hellisheiði.
Mynd: Silla Páls
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Eldhugur í nýrri framkvæmdastjórn ESB – litlu ríkin í stórum hlutverkum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Eldhugur í nýrri framkvæmdastjórn ESB – litlu ríkin í stórum hlutverkum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Trump dregur Bandaríkin út úr WHO og opnar dyrnar fyrir ráðherra með klikkaða kórónuveirukenningu

Trump dregur Bandaríkin út úr WHO og opnar dyrnar fyrir ráðherra með klikkaða kórónuveirukenningu