fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
Eyjan

Eiríkur Bergmann: Öruggt að sú mynd sem skoðanakannanir sýna nú er ekki sú sem kemur upp úr kjörkössum

Eyjan
Föstudaginn 6. september 2024 15:00

Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunnur Sjálfstæðisflokksins er farinn að molna eins og gerðist fyrir löngu hjá öðrum flokkum. Frá hruni hafa verið miklar sveiflur í fylgi flokka en Sjálfstæðisflokkurinn hefur hægt og rólega verið að trappast niður. Fjórflokkurinn er dauður og kemur aldrei aftur. Nýir flokkar eru komnir og virðast vera komnir til að vera. Við getum hins vegar treyst því að sú staða sem skoðanakannanir sýna þessa dagana er ekki sú mynd sem dregin verður upp úr kjörkössunum. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor á Bifröst, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Eirikur Bergmann 1.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Eirikur Bergmann 1.mp4

„Sjálfstæðisflokkurinn hafði svo sterka stöðu að jafnvel þótt hann væri í svona hægum tröppugangi niður þá var hann alltaf svona langstærstur en núna hefur þetta gerst, að sá grunnur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur hvílt á hefur molnað eins og hjá öllum hinum,“ segir Eiríkur.

Hann segir sveiflurnar vera mjög miklar. „Ef við tökum bara eftirhrunstímann þá fer Samfylkingin í könnunum upp í 30 prósent, fellur svo niður í kosningum, niður í 6,7 prósent og mælist svo aftur núna nýverið í 30. Þetta eru náttúrlega alveg yfirgengilegar sveiflur. Og núna er Sjálfstæðisflokkurinn á fallanda fæti …“

En það hafa orðið mannabreytingar hjá Samfylkingunni …

„Jú, jú, og það má alveg halda því fram að Samfylking Kristrúnar Frostadóttur er allt annar flokkur en, hvað eigum við að segja, Árna Páls. En, samt, flokkurinn er nú svipað staðsettur á rófinu. En þetta er breytingin. Nýir flokkar, Píratar, halda ótrúlegri stöðu, Viðreisn er komin þarna, Miðflokkurinn auðvitað búinn að koma sér vel fyrir og er rísandi. Við erum með inni á þingi á bilinu 8-9 flokka eftir atvikum. Þetta er bara gjörbreytt staða, það er það sem við erum að sjá. Það kemur aldrei aftur, þetta flokkakerfi …“

Fjórflokkurinn kremur aldrei aftur …

„Nei, fjórflokkurinn kemur aldrei aftur, og það er einmitt rétt að nota það hugtak með ákveðnum greini; þetta eru ekki fjórflokkarnir heldur fjórflokkurinn, hugtak sem að Kvennalistinn eiginlega bjó til til þess að segja þér að það væri eins undir þeim öllum.

Við erum ekki búnir að nefna Vinstri græna. Ég var að tala um þessar sveiflur áðan. Vinstri græn áttu því að venjast að vera 6-7 prósent, þau voru að flakka einhvers staðar þar. Svo kemur hrunið og þau rjúka upp. Og núna fellur þetta svona niður, vinsæli formaðurinn farinn og flokkurinn bara í algerri kreppu. Við getum slegið því hins vegar alveg föstu að þessi mynd sem við erum að sjá í þessum könnunum núna að hún er ekki sú sem mun koma upp úr kössunum.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.

Í þættinum fer Eiríkur og vítt og breytt yfir pólitíkina og stöðuna hér á landi og skyggnist líka vestur um haf og til Evrópu og víðar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Boða til blaðamannafundar á morgun

Boða til blaðamannafundar á morgun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina
Hide picture