fbpx
Miðvikudagur 02.október 2024
Eyjan

Bergþór Ólason: Ekki hægt að tala um kyrrstöðu því allt hefur færst til verri vegar og ríkisútgjöld sprungið út

Eyjan
Mánudaginn 30. september 2024 14:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðflokkurinn sækist eftir því að komast í ríkisstjórn til að ganga í verkin og hrinda í framkvæmd. Flokkurinn nýtur þess í könnunum að fólk þekkir feril Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem forsætisráðherra þegar m.a. leiðréttingin var framkvæmd og gengið frá uppgjöri við kröfuhafa. Unga fólkið streymir nú í flokkinn að sögn Bergþórs Ólasonar, þingflokksformanns Miðflokksins, sem er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hlusta má á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Bergþór Ólafsson
play-sharp-fill

Eyjan - Bergþór Ólafsson

„Þið og Samfylkingin, þið eigið náttúrlega stórt verkefni fyrir höndum því að nú er búist við að báðir flokkarnir muni bæta mjög verulega við sig fylgi og þingmönnum fjölgar samsvarandi. Það á eftir að manna.

„Já, já, þetta er verkefni sem ég gef mér að Samfylkingin sé með viðlíka fókus á og við nú um stundir því að þetta er auðvitað algert lykilatriði hvað góðan árangur í kosningum varðar. Við höfum verið mjög ánægðir með þann áhuga sem öflugt fólk hefur verið að láta vita af núna undanfarið og ég er mjög bjartsýnn hvað mönnun okkar varðar þó að það sé ekki kominn tími á að fara að flagga því, ef svo má segja,“ segir Bergþór.

Hann segir nýskráningar í flokkinn hafa aukist mjög mikið að undanförnu. „Það byrjaði í vor mikil aukning i þeim efnum og frá þingsetningu núna hefur orðið alger sprenging og sérstaklega ungt fólk að koma til liðs við okkur. Það var verið að stofna ungliðahreyfingu í Kraganum, Suðurvesturkjördæmi, núna í síðustu viku þar sem Anton Sveinn Mckee, sundkappi, fer fyrir hópnum. Það er ótrúlega flott starf í kringum þann hóp þannig að ég er mjög bjartsýnn á að mönnunin verði þannig að fólki hugnist vel þegar þar að kemur.“

Þið muni væntanlega horfa til þess að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi eftir kosningar, hafa mótandi áhrif …

„Að sjálfsögðu og við sjáum líka bara ef við horfum á söguna þá gekk nú býsna vel með meginmarkmiðin þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór fyrir ríkisstjórn 2013-2016, hvort sem er horft til leiðréttingarinnar eða uppgjörsins við kröfuhafana eða margs annars. Þá var gengið í verkin. Ég held að það sé sá tónn sem þarf að slá með nýrri ríkisstjórn.“

Það er verkefnið að ganga í verkin sem hafa í raun og veru verið í biðstöðu frá 2017.

„Það er verk að vinna víða og við munum auðvitað sækjast eftir slíkri stöðu og þá líka fara inn í slíkt verkefni til að ná árangri, til að koma verkum áfram, því að skaði þessarar kyrrstöðuríkisstjórnar – það er ekki einu sinni hægt að kalla þetta kyrrstöðu, hvert sem litið er hafa mál færst til verri vegar og útgjöldin sprungið út. það skilur enginn hvert allir þessir peningar fóru sem er búið að setja út úr ríkissjóði.“

Bergþór segist skynja að þetta sé hluti þess góða takts sem Miðflokkurinn hefur notið í skoðanakönnunum undanfarið. „Fólk man þessa stöðu: Formaður Miðflokksins sem áður var formaður annars flokks, hann hefur þetta „trackrecord“ að ganga í verkin og það er það sem fólk vill í dag.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Davíð svarar Áslaugu Örnu og segir hægri menn ekki geta sameinast í Sjálfstæðisflokknum – „Þeim flokki er ekki treystandi“

Davíð svarar Áslaugu Örnu og segir hægri menn ekki geta sameinast í Sjálfstæðisflokknum – „Þeim flokki er ekki treystandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Að vera menningarríki

Björn Jón skrifar: Að vera menningarríki
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þórður Snær til liðs við Samfylkinguna

Þórður Snær til liðs við Samfylkinguna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Upprisa Viðreisnar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Upprisa Viðreisnar
Hide picture