fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

InfoMentor kaupir INNU og Völu af Advania – Tólf sérfræðingar fylgja með í kaupunum

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 3. september 2024 09:25

Kristjana Sunna Erludóttir deildarstjóri þjónustu og ráðgjafar og Ingibjörg Edda Snorradóttir, deildarstjóri hugbúnaðarþróunar ásamt Brynju Baldursdóttur, framkvæmdastjóri InfoMentor á Íslandi og Johan Krantz, forstjóra InfoMentor.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Advania og InfoMentor hafa gengið frá kaupsamningi um kaup InfoMentor á framhaldsskólalausninni INNU og leikskóla- og frístundalausninni Völu. Í tilkynningu á vef Advania kemur fram að með kaupunum tekur InfoMentor yfir allar skuldbindingar Advania gagnvart viðskiptavinum þessara lausna og því starfsfólki sem þróar og þjónustar þessar lausnir. Alls munu tólf sérfræðingar Advania færast með lausnunum yfir til InfoMentor en það eru stjórnendur, vörustjórar, og aðrir sérfræðingar í þróunar- og þjónustuteymi.

„Hjá Advania metum við vöru- og þjónustuframboð okkar reglulega til að skerpa á fókus út frá nýjustu tækni og þróun markaðarins. Undanfarin misseri höfum við rýnt stöðu og framtíðarsýn þeirra lausna sem Advania hefur þróað undanfarin ár fyrir nemenda- og skólaumsýslu. Í kjölfar þess tókum við ákvörðun um að stíga út úr því að þróa og viðhalda sértækum lausnum á þessu sviði. Það kom svo í ljós að áhugi væri hjá fjárfestum að kaupa þessar lausnir út úr félaginu og eftir viðræður við aðila á markaðnum var gengið til samninga við InfoMentor. Við sjáum á eftir frábærum vinnufélögum og viðskiptavinum en vitum af þeim í góðum höndum hjá öflugu fyrirtæki,“ er haft eftir Ægi Má Þórissyni, forstjóra Advania á Íslandi.

„Eftir að viðræður hófust á milli InfoMentor og Advania var strax ljóst að þessar lausnir ættu góða samleið við þá vegferð sem InfoMentor er á og tækifæri væru þar til að gera enn betur með því að taka saman höndum. Hjá InfoMentor starfar hópur sérfræðinga sem lifir og hrærist í skólalausnum og hefur víðtæka sérfræðiþekkingu á íslenskum og sænskum markaði. Með þessa þekkingu og þekkingu sérfræðinga skólalausna Advania gefst tækifæri til að halda áfram að þróa öflugar hugbúnaðarlausnir fyrir þessa markaði með hagsmuni nemenda og skólasamfélagsins að leiðarljósi,“ segir Johan Krantz, forstjóri InfoMentor.

Inna er upplýsingakerfi fyrir framhaldsskóla og inniheldur m.a. kennslukerfi og nemendabókhald. Vala er lausn fyrir sveitarfélög sem nær yfir umsýslu leikskóla, skólamat, frístundastarf og vinnuskóla. Hugbúnaðarfyrirtækið InfoMentor var stofnað á Íslandi árið 1990 og er með yfir þriggja áratuga reynslu af rekstri og þróun hugbúnaðar og tæknilausna fyrir leik- og grunnskóla. Fyrirtækið og kerfið hefur þróast mikið á þessum tíma og hefur í dag hátt í milljón daglega notendur á Íslandi og í Svíþjóð. InfoMentor mun halda áfram þróun lausnanna tveggja og vinna náið með viðskiptavinum í að þróa áfram gæða kerfi í takt við þróun og þarfir markaðarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund