Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins og væntanlegur frambjóðandi flokksins til Alþingiskosninga, skrifar beinskeytta hugleiðingu um fátækina, í aðsendri grein á Vísir.is.
Sanna skráir eftirfarandi fullyrðingar um fátækt:
„Fátækt er að vera föst í ómögulegu völundarhúsi sem þú getur ekki leikið á.
Fátækt fyllir hugann af samviskubiti. Samviskubiti yfir því að hafa ekki gert betur, verið betri.
Fátækt er að verða fyrir vonbrigðum aftur og aftur.
Fátækt er að búast við því versta. Alltaf.
Fátækt er að leyfa sér ekki að njóta þess góða, því það gæti verið tekið af þér.
Fátækt er þegar von bregst.
Fátækt smýgur inn í alla króka og kima lífs þíns spúandi eitri.
Fátækt sendir taugakerfið í russíbanareið. Hring eftir hring, sama þó þú sért búin að fá nóg.
Fátækt er óöryggi.
Fátækt er útilokun.
Fátækt á ekki að vera til staðar.
Fátækt er hægt að útrýma.“
Sanna hvetur lesendur til að ganga til liðs við Sósíalistaflokkinn til að berjast gegn ójöfnuði.