fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Bergþór Ólason: Covid bjargaði ríkisstjórninni – drap næstum Miðflokkinn því stjórnmálaumræða hætti í tvö ár

Eyjan
Sunnudaginn 29. september 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Milljarðatekjutjón Landsvirkjunar vegna þess hvernig rammaáætlun hefur verið misnotuð til að tefja virkjanakosti er einungis lítill hluti þess heildartjóns sem þær tafir valda. Fyrirtæki verða ekki til vegna þess að þau fá ekki rafmagn og önnur geta ekki stækkað af því að þau fá ekki viðbótarorku. Samfélaginu er ekki bjóðandi upp á þá óstarfhæfu ríkisstjórn sem nú situr. Stjórnin var nær sprungin áður en Covid skall á og veitti henni skjól vegna þess að hætt var að tala um pólitík í faraldrinum. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hlusta má á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Bergþór Ólafsson - Landsvirkjun.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Bergþór Ólafsson - Landsvirkjun.mp4

„Það eru allir búnir að gleyma því að þegar Covid brestur á þá átti ríkisstjórnin ekki mikið eftir annað en að liðast í sundur. Covid var einhverslags björgun fyrir þessa ríkisstjórn, þegar menn hættu að tala um stjórnmál í tvö ár, drap okkur næstum því, við vorum með 14,2 prósent hjá Gallup í febrúar 2020 og féllum eins og steinn fram að kosningum, bara af því að það ekki verið að tala um pólitík,“ segir Bergþór.

Hann segir að svo hafi menn aftur þurft að fara að tala um pólitík, þegar ekki lengur var skjól af faraldrinum. „Þá byrja bara innri meinin að blasa við öllum og það er verið að ræða ósætti flokkanna í milli fyrir opnum tjöldum. Það var augljóst við þinglok í fyrra, vorið 2023, og þetta er auðvitað það sem blasir við núna. Samfélaginu er ekki bjóðandi upp á þetta; að þetta sé hjörðin sem stýrir málum því að taka fullt af flóknum og stórum ákvörðunum á mörgum sviðum stjórnmálanna.“

Þú nefndir sem eitt af stóru málunum, sem það vissulega er, orkumálin. Núna í vikunni komu fregnir af því að Landsvirkjun væri að verða af stórfelldum tekjum út af þeim vandræðagangi og þeim töfum sem hafa orðið vegna náttúrlega getuleysis þessarar ríkisstjórnar að stórum hluta.

„Afleiddu áhrifin eru margfalt tap Landsvirkjunar, bara til að setja það í samhengi. Þetta er alveg grafalvarlegt, það með hvaða hætti rammaáætlun hefur verið misnotuð er óþolandi. Ég hef nú talað fyrir því að við séum bara komin á þann stað að við þurfum að fara að setja sérlög um virkjanakosti eins og var áður, og það er þá hægt að byrja á því að tína verkefni sem eru í nýtingarflokki rammaáætlunar út. Það er nóg af góðum virkjanakostum sem við eigum, bæði í vatnsafli og jarðvarma. Þetta er algerlega fyrir neðan allar hellur og hefur svo neikvæð áhrif á þróun hagsældar og velsældar og framleiðslu og verðmætasköpunar í samfélaginu að við í þinginu bara getum ekki leyft þessu að halda áfram með þessum hætti,“ segir Bergþór.

Þetta hefur áhrif á kjarasamninga inn í framtíðina, þetta hefur áhrif á getu ríkisins til þess að standa undir heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfi.

„Já, já, og ríkisfjármálin eru erfiðari við að eiga. Áhrifin eru svo fjölþætt. En auðvitað er gott að tjón Landsvirkjunar sé dregið fram með þessum hætti, en eins og ég segi, allt afleidda tjónið; fyrirtæki sem ekki verða til af því að þau fá ekki rafmagn eða geta ekki stækkað vegna þess að þau fá ekki viðbótarrafmagn og þar fram eftir götunum. Þetta er enn meira tjón heldur en beina fjárhagslega tjón Landsvirkjunar.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna
Hide picture