fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Allt í háaloft í dönskum stjórnmálum eftir brottrekstra

Eyjan
Mánudaginn 23. september 2024 15:30

Danska þinghúsið í Kristjánsborgarhöll.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó nokkurt uppnám hefur í stjórnmálalífi Danmerkur eftir að nokkrum starfsmönnum miðjuflokksins Moderaterne var fyrr í dag sagt upp störfum. Flokkurinn á sæti í ríkisstjórn landsins og formaður hans er Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra. Flokkurinn var stofnaður fyrir síðustu kosningar en formaðurinn hafði yfirgefið hinn frjálslynda Venstre sem hann hafði áður leitt. Einn þingmanna Moderaterne hefur yfirgefið flokkinn vegna uppsagnanna en ekki er ljóst á þessari stundu hvort uppnámið í flokknum mun hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Framkvæmdastjóri stéttarfélags starfsmannanna segist furðu lostinn yfir vinnubrögðum flokksins.

Flokkurinn myndaði ríkisstjórn með Jafnaðarmannaflokknum og Venstre eftir þingkosningar árið 2022. Mikið er fjallað um uppsagnirnar í dönskum fjölmiðlum í dag.

Í umfjöllun Ekstra Bladet kemur fram að um sé að ræða starfsmenn í stjórnmáladeild á skrifstofu flokkins í þinghúsinu í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn. Flokkurinn sendi umræddum starfsmönnum bréf og tilkynnti þeim öllum að þeir nytu ekki lengur trausts. Uppsagnirnar tóku gildi þegar í stað og starfsmennirnir vinna ekki neinn uppsagnarfrest.

Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins segist forviða yfir uppsögnunum en muni ræða við hina brottreknu starfsmenn áður en næstu skref verði ákveðin.

Talsvert hefur gustað um flokkinn síðan í síðasta mánuði en þá lagði hópur starfsmanna fram kvörtun yfir starfsumhverfinu á skrifstofu flokksins og sagði það einkennast af einelti og kynjamisrétti.

Vildu ekki starfslokasamning

Lars Løkke Rasmussen fundaði, eftir að kvörtunin var lögð fram, með umræddum starfsmönnum og tilkynnti eftir fundinn að vinnustaðasálfræðingur yrði kallaður til og beðinn um að rannsaka starfsumhverfið.

Í síðustu viku tilkynnti síðan flokkurinn að öllum starfsmönnum í umræddri deild hefði verið boðnir starfslokasamningar en þeir sem sagt var upp í dag eru sagðir ekki hafa samþykkt samningana.

Einn þingmanna flokksins Jeppe Søe er ósáttur við hvernig staðið var að málinu og hefur sagt sig úr flokknum. Flokkurinn fékk 9,3 prósent atkvæða og 16 þingmenn í síðustu kosningum. Søe er hins vegar þriðji þingmaðurinn sem hefur sagt sig úr flokknum á kjörtímabilinu.

Danska ríkisútvarpið DR fjallar ítarlega um málið og stjórnmálaskýrendur sem rætt er þar við segja málið tvímælalaust veikja Moderaterne og þar með ríkisstjórnina en allir ríkisstjórnarflokkarnir hafa tapað fylgi að undanförnu samkvæmt skoðanakönnunum. Þar kemur einnig fram að uppsagnarbréf starfsmannanna voru undirrituð af framkvæmdastjóra flokksins Kirsten Munch Andersen en hennar var sérstaklega getið í þeirri kvörtun sem starfsmenn flokksins lögðu fram í síðasta mánuði vegna hins slæma starfsumhverfis.

Ekki kemur fram hvort hinir brottreknu starfsmenn séu þeir sem báru ábyrgð á hinu slæma starfsumhverfi eða hvort þeir hafi lagt kvörtunina fram. Í viðtali við DR sagði Lars Løkke Rasmussen um að ræða þrjá starfsmenn og að yfirmaður deildarinnar þar sem þeir unnu hafi sjálfur sagt starfi sínu lausu. Ákvörðun um uppsagnir hafi verið tekin eftir að niðurstöður vinnustaðasálfræðingsins lágu fyrir og að nú standi flokkurinn frammi fyrir nýju upphafi. Það hafi verið metið sem svo að ómögulegt væri að halda áfram með hina brottreknu starfsmenn í þessum störfum. Hann segir hina endanlegu ábyrgð á málinu liggja hjá sér sem stofnanda og formanns flokksins. Lars Løkke vill gera sem minnst úr fullyrðingum áðurnefnds Jeppe Søe um að með með uppsögnunum sé verið að skjóta sendiboðann sem bendir til að hinir brottreknu hafi lagt hina upphaflegu kvörtun fram.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra

Katrín tekur við stjórnarformennsku af efnahags- og fjármálaráðherra