fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Þjóðaröryggisráðgjafi Biden afhjúpar hvað verður efst á baugi hjá forsetanum síðustu mánuðina í forsetaembættinu

Eyjan
Föstudaginn 20. september 2024 08:00

Joe Biden. Mynd: Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar að nýta síðustu fjóra mánuði sína í embætti til að „koma Úkraínu í bestu hugsanlegu stöðuna til að sigra“.

Þetta sagði þjóðaröryggisráðgjafi Biden, Jake Sulivan, á laugardaginn að sögn AFP. Sullivan sagði einnig að Biden hyggist funda með Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu, í lok september í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Munu þeir ræða um stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu.

„Zelenskyy hefur sagt að stríðinu muni að lokum ljúka með samningum. Við verðum að tryggja að Úkraína standi vel að vígi í samningaviðræðunum,“ sagði Sullivan og bætti við að það sé Úkraínumanna að ákveða hvenær þeir vilja taka þátt í samningaviðræðum við Rússland.

Biden lætur af embætti í janúar og þá tekur annað hvort Kamala Harris, varaforseti hans, við embættinu eða Donald Trump sem er forsetaframbjóðandi Repúblikana.

Harris hefur gefið í skyn að hún muni halda sig við stefnu Biden í málefnum Úkraínu ef hún verður kjörin forseti. Trump hefur ekki viljað svara hvort hann telji að Úkraína eigi að sigra í stríðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“