fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Ásdís segir Kópavogsbæ víst vera að standa sig í húsnæðisuppbyggingu – 590 íbúðir ekki 59

Eyjan
Föstudaginn 20. september 2024 20:20

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi. Mynd/Kópavogsbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður og sósíalistaleiðtogi lét Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra í Kópavogi heyra það í gær og gagnrýndi hana og bæjaryfirvöld fyrir hægagang í uppbyggingu húsnæðis. Vitnaði Gunnar Smári í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem sagði aðeins 59 íbúðir í byggingu í bænum. Ásdís segir hins vegar að tölur stofnunarinnar rangar það séu tífalt fleiri íbúðir í byggingu í Kópavogi.

Gunnar Smári skýtur föstum skotum á Ásdísi – Lofaði 1.401 íbúðum en skilaði 59

Ásdís svarar fyrir fullyrðingar í skýrslunni á Facebook-síðu sinni:

„HMS birti í vikunni mánaðarskýrslu sína þar sem fram kemur að íbúðir í byggingu í Kópavogi séu 59. Það er fjarri lagi! Svo virðist vera að gleymst hafi að bæta einu núlli við töluna því nærtækara væri að tala um 590 íbúðir í byggingu.“

Bæjarstjórinn gerir nánari grein fyrir því hvar allar þessar íbúðir séu í byggingu:

„Það eru 180 íbúðir í byggingu á Traðarreit eystri, 118 íbúðir á Bakkabraut auk þess sem 160 íbúðir eru í byggingu á Kársnesi svo eitthvað sé nefnt.“

Ásdís segir stöðuna nú vera þannig að lítið sem ekkert landrými sé eftir í Kópavogi sem hægt sé að skipulegggja frekari íbúabyggð á:

„Kópavogsbær hefur verið leiðandi í íbúðauppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu undanfarna áratugi. Nú er svo komið að við höfum skipulagt stærstan hluta bæjarlandsins innan núverandi vaxtamarka. Þéttingarverkefni verða því sífellt stærri hluti af okkar uppbyggingu en þau eru bæði flókin og tímafrek.“

Ekki nóg og byggja meira

Hún minnist ekki á að samkvæmt skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar var áætlað að 1401 íbúð yrði um þessar mundir í uppbyggingu í Kópavogi og því nær fjöldinn sem er í byggingu, 590, ekki 50 prósent af áætluninni. Ásdís fer hins vegar ekkert í grafgötur með að 590 íbúðir séu ekki nægilega mikið eins og staðan er í dag:

„Eru 590 íbúðir í byggingu hjá næststærsta sveitarfélagi landsins nóg? Að sjálfsögðu ekki. Það blasir við. Við viljum byggja hraðar, hagkvæmara og meira. Til að við getum mætt þörfum okkar bæjarbúa og annarra íbúa þurfum við að byggja á stærra svæði. Það verður ekki gert nema núverandi vaxtamörk breytist.“

Ásdís fer yfir að lokum hvað þurfi að breytast til að koma auknum krafti í uppbygginu húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu:

„Stærsta hagsmunamál heimila er að verðbólga hjaðni og vextir lækki. Það tekst ekki nema jafnvægi náist á húsnæðismarkaði. Ég kalla eftir því að sveitastjórnir á höfuðborgarsvæðinu sameinist um að breyta vaxtamörkum svo byggja megi meira. Um það ættum við öll að geta sameinast.“

Ásdís fer að lokum fram á það að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun leiðrétti skýrslu sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skólamál: Afglöp hjá ráðherra – nokkur ár er langur tími í æsku eins barns

Skólamál: Afglöp hjá ráðherra – nokkur ár er langur tími í æsku eins barns
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sakar dómsmálaráðherra um spillingu – „Hérna, en síðan hvenær var ríkislögreglustjóri í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum? “

Sakar dómsmálaráðherra um spillingu – „Hérna, en síðan hvenær var ríkislögreglustjóri í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum? “