fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Brynjar segir það list að vera leiðinlegur

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 2. september 2024 13:30

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er list að vera leiðinlegur. Veit ekki hvort hægt sé að kenna þá list í Listaháskólanum, en það eru kenndar margar ómerkilegri listgreinar þar á bæ,“

segir Brynjar Níelsson.

Segist hann vera sammála Ársæli Arnarssyni prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem heldur námskeið um þá list að vera leiðinlegt foreldri. Ársæll segir foreldra eiga að vera leiðinlegustu manneskjur sem börnin þeirra þekkja og segir feður ólíklegri til þess að segja nei og algengt að skólum sé kennt um leiðinlegar reglur á heimilinu.

„Leiðinlegir menn eru ekki bara nauðsynlegir þegar kemur að uppeldi barnanna. Leiðinlegir menn í stjórnmálum eru ekki síður mikilvægir. Það er nefnilega svo að vera foreldri og stjórnmálamaður er mjög svipað hlutverk. Það þarf að kunna og geta sagt nei, sem er lykilorð, og láta ekki undan þegar stappað er niður fótum í mestu frekjuköstunum. Stjórnmálamenn þurfa eins og foreldrar að vera samkvæmir sjálfum sér. Ekki kaupa sér frið á kostnað annarra. Vinsældarvagnahopp kemur á endanum í bakið á bæði foreldrum og stjórnmálamönnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skólamál: Afglöp hjá ráðherra – nokkur ár er langur tími í æsku eins barns

Skólamál: Afglöp hjá ráðherra – nokkur ár er langur tími í æsku eins barns
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sakar dómsmálaráðherra um spillingu – „Hérna, en síðan hvenær var ríkislögreglustjóri í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum? “

Sakar dómsmálaráðherra um spillingu – „Hérna, en síðan hvenær var ríkislögreglustjóri í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum? “