fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Þórólfur Matthíasson: Krónan er óhreint blóð í efnahagskerfinu – fullreynt með hana

Eyjan
Miðvikudaginn 18. september 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krónan er mengað blóð í efnahagskerfinu hér á landi og gerir okkur erfiðara fyrir og heldur uppi hærri þrýstingi í kerfinu en þyrfti að vera. Það er ekki í erfðaefni okkar Íslendinga að lifa við óstjórn. Eftir heila öld er fullreynt með íslensku krónuna, sem á þeim tíma er orðin 1/2000 hluti af þeirri dönsku, en var fyrir rúmri öld 1/1. Þórólfur Matthíasson er viðmælandi Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hlusta má á brot úr þættinum hér:

Markaðurinn - Þórólfur Matthíasson - klippa 6.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Þórólfur Matthíasson - klippa 6.mp4

Ég get ekki annað en komið inn á gjaldmiðilinn. Það hefur verið bent á það að við erum dálítið sér á parti, og það sem skilur okkur að – það er bent t.d. á Færeyjar, sem eru með mjög svipað hagkerfi og við, kannski ekki alveg eins fjölbreytt. Þar er bara allt annað vaxtaumhverfi, enda er færeyska krónan bundin dönsku krónunni, sem er bundin evrunni, þannig að það má segja að færeyska krónan sé í raun og veru evra í gegnum dönsku krónuna. Hér erum við með sjálfstæðan gjaldmiðil og við erum með miklu hærra vaxtastig, við erum með miklu meiri sveiflur. Þorsteinn Pálsson hefur iðulega fjallað um þetta í pistlum, m.a. á Eyjunni. Er þetta ekki eitthvað sem við verðum að skoða?

„Mikil ósköp. Það er alltaf gaman að lesa það sem Þorsteinn skrifar. Ég var ekki alltaf sammála honum hér í fyrri tíð, en ég held að við séum orðnir meira sammála heldur en við vorum, meira að segja um sjávarútvegsmálin, en það er önnur saga. En, já, þetta er alveg hárrétt, þetta skiptir máli. Menn hafa verið að segja: þetta er svona vangaveltuefni – það er alveg hægt að haga hagstjórninni þannig að íslenska krónan virki alveg eins og hver annar gjaldmiðill – alvöru gjaldmiðill – en erum við ekki búin að vera að reyna það?“

Það er heil öld að baki. Við byrjuðum með íslensku krónuna í 1/1 á móti dönsku krónunni. Nú er danska krónan tvöþúsund sinnum stærri en sú íslenska. Það er tuttugu sinnum, en við tókum tvö núll af þeirri íslensku fyrir rúmum 40 árum. Já, er þetta ekki fullreynt?

„Ég myndi nú halda það. Það er sumt sem er þannig að í teoríunni á það alveg að ganga og svo þegar maður fer að reyna að lifa eftir teoríunni þá bara gengur það ekki upp. Við verðum bara að fara að viðurkenna að svo sé. Á árum áður þá var hægt að nota krónuna til þess að halda uppi háu atvinnustigi, en þá var heldur engin alvöru hagstjórn í gangi, menn voru ekkert að reyna að stjórna þessu.“

Þórólfur rifjar upp að hann las ævisögu Jóhannesar heitins Nordal. „Það var hálfsorglegur lestur að lesa um efnahagsstjórnina; mjög gaman að lesa bókina og hann gæfumaður í sínu lífi. En að sjá hvernig menn á 5., 6. og 7. áratugnum voru að berja höfðinu við steininn og halda að það þyrfti ekki að hafa neina forsjá gagnvart efnahagsmálunum. Og það eimir af þessu enn þá. Það er ekkert í erfðaefni okkar Íslendinga að lifa við óstjórn, en hins vegar getum við sagt það að við búum við mengað blóð í efnahagslíkamanum, og þetta mengaða blóð er krónan sem gerir okkur erfitt fyrir og heldur uppi hærri þrýstingi í kerfinu heldur en þyrfti að vera.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Hide picture