Þetta er eins og svo margt sem Trump hefur sagt, hrein lygi. Bæjaryfirvöld og lögreglan í Springfield hafa sagt þetta vera rangt sem og margir aðrir sem þekkja til mála í bænum.
J.D. Vance, varaforsetaefni Trump, viðraði þessa samsæriskenningu nýlega og nú hefur Trump tekið hana upp á arma sína. Hann nefndi þetta meðal annars þegar hann mætti Kamala Harris í kappræðum í beinni sjónvarpsútsendingu í síðustu viku.
Nú hefur Trump gert þessa samsæriskenningu að aðalpunktinum á kosningafundum sínum.
Margir gagnrýnendur hrista bara höfuðið yfir þessari samsæriskenningu Trump og hans fólks en hún er fullkomin ef maður vill draga upp þá mynd að innflytjendur séu ekkert annað en villidýr sem ekki er hægt að kenna eitt né neitt og að þeir séu fólk sem maður vill ekki hafa í Bandaríkjunum.