fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Nýjasta samsæriskenning Trump hefur bitið sig fasta – Nú kyndir hann hamslaust undir henni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. september 2024 09:00

Donald Trump Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagan er svo öfgafull að gagnrýnendur hrista bara höfuðið yfir henni. En hún er fullkominn ef maður vill draga upp þá mynd af innflytjendum að þeir séu villidýr sem ekki er hægt að kenna neitt. Þetta er samsæriskenning Donald Trump um að í bænum Springfield í Ohio sé ástandið svo slæmt að innflytjendur frá Haíti borði hunda og ketti bæjarbúa.

Þetta er eins og svo margt sem Trump hefur sagt, hrein lygi. Bæjaryfirvöld og lögreglan í Springfield hafa sagt þetta vera rangt sem og margir aðrir sem þekkja til mála í bænum.

J.D. Vance, varaforsetaefni Trump, viðraði þessa samsæriskenningu nýlega og nú hefur Trump tekið hana upp á arma sína. Hann nefndi þetta meðal annars þegar hann mætti Kamala Harris í kappræðum í beinni sjónvarpsútsendingu í síðustu viku.

Nú hefur Trump gert þessa samsæriskenningu að aðalpunktinum á kosningafundum sínum.

Margir gagnrýnendur hrista bara höfuðið yfir þessari samsæriskenningu Trump og hans fólks en hún er fullkomin ef maður vill draga upp þá mynd að innflytjendur séu ekkert annað en villidýr sem ekki er hægt að kenna eitt né neitt og að þeir séu fólk sem maður vill ekki hafa í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið
Fréttir
Í gær

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“