fbpx
Þriðjudagur 17.september 2024
Eyjan

Leggur fram frumvarp um afnám verðtryggingarinnar – „Venjan er sú að hér ríkir ekkert lýðræði“

Eyjan
Þriðjudaginn 17. september 2024 14:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland mælir í dag á Alþingi fyrir frumvarpi um afnám verðtryggingar á neytendalánum. Hún gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir sýndarmennsku en flest mál Flokks fólksins á þingi hafi verið sett í ruslið eftir eina umferð í fastanefnd og komi aldrei til lýðræðislegrar atkvæðisgreiðslu þar sem það liti illa út fyrir ríkisstjórnina að mæla gegn þessum „þjóðþrifamálum“. Þetta kom fram í ræðu Ingu á Alþingi í dag undir liðnum Störf þingsins.

„Venjan er sú að hér ríkir ekkert lýðræði. Venjan er sú að flest öll okkar mál, og nánast öll, eru sett í ruslið eftir að hafa fengið eina umferð inn í fastanefnd þingsins, koma aldrei hér til lýðræðislegrar atkvæðagreiðslu. Enda líka liti það afskaplega illa út, með mjög mikið af þessum þjóðþrifamálum sem við erum að mæla fyrir, það liti afskaplega illa út ef ríkisstjórnin myndi leggjast gegn þeim. Þannig að ég vil bara minna á að í dag mun Flokkur fólksins mæla fyrir tveimur grundvallarmálum hér sem bæði tvö munu hafa gríðarlega miklar afleiðingar fyrir fólkið í landinu sem er að glíma hér við ofurvexti og hrikalegar álögur sem að eru að svipta þau í rauninni heimilinu sínu hérna handan við hornið.

Annars vegar verður það húsnæðisliðurinn BURT úr vísitölunni og er það fyrsta málið okkar og mun ég mæla fyrir því mjög fljótlega eftir þennan dagskrárlið, störf þingsins. Síðar í dag mun ég mæla fyrir frumvarpi um afnám verðtryggingar á neytendalán. Við skulum átta okkur á því að loksins núna, eftir að Flokkur fólksins hefur mælt fyrir því að taka húsnæðisliðinn út úr neysluvísitölunni, mælingu neysluvísitölunnar, ár eftir ár eftir ár úr þessum ræðustól, hæsta ræðupúlti landsins, mælt fyrir þeim frumvörpum sem hefur umsvifalaust verið fleygt í ruslið, þrátt fyrir það að loksins, loksins núna, öllum þessum árum síðar, virðist það vera svo að almenn viðurkenning sé á því að það hefði jú farið betur á því ef þessi húsnæðisliður hefði ekki verið inni í mælingum á verðbólgunni. En svona er staðan í dag. Hér hafa bæði hæstvirtur forsætisráðherra og fleiri hæstvirtir ráðherrar ásamt hagfræðingum úti um allt talað um mikilvægi þess að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni því að þá væri hér verðbólgustigið 3,6%. Þannig að við skulum nú sjá, herra forseti og kæru áhorfendur og áheyrendur, hvernig í rauninni lýðræðið er hér á Alþingi Íslendinga og hvað er að marka þessa ríkisstjórn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhannes krefur Kristrúnu um svör hvernig hún hyggist þrengja að ferðaþjónustunni – „Það eru margir sem bíða svars eftir þetta útspil í gær“

Jóhannes krefur Kristrúnu um svör hvernig hún hyggist þrengja að ferðaþjónustunni – „Það eru margir sem bíða svars eftir þetta útspil í gær“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bankastjórar, sýnið þjóðfélagslega ábyrgð, lækkið vextina!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bankastjórar, sýnið þjóðfélagslega ábyrgð, lækkið vextina!
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tveir fundir og tvenns konar hugmyndafræði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra – Ræða Lilju Alfreðsdóttur

Stefnuræða forsætisráðherra – Ræða Lilju Alfreðsdóttur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Eiríkur Bergmann: Vinstri-hægri ásinn er ekki bein lína heldur hestaskeifa – vinstri-hægri öfgarnar mætast

Eiríkur Bergmann: Vinstri-hægri ásinn er ekki bein lína heldur hestaskeifa – vinstri-hægri öfgarnar mætast
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Harris stóð sig mun betur en Trump í kappræðum næturinnar – „Hún valtaði yfir hann“

Harris stóð sig mun betur en Trump í kappræðum næturinnar – „Hún valtaði yfir hann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvers vegna stoppar flóttafylgið ekki hjá Viðreisn?

Orðið á götunni: Hvers vegna stoppar flóttafylgið ekki hjá Viðreisn?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá vill bæta heimilisbókhaldið hjá foreldrum – Skattafrádráttur hækkar mest eftir þriðja barnið

Diljá vill bæta heimilisbókhaldið hjá foreldrum – Skattafrádráttur hækkar mest eftir þriðja barnið