fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Eyjan

Þórólfur Matthíasson: Hringl og stytting í skólakerfinu ekki til bóta – vantar yfirsýn yfir skólastigin hér á landi

Eyjan
Föstudaginn 13. september 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stytting framhaldsskólans tók ekki tillit til þess hve mikill munur er á nýtingu skólaársins hér á alandi og t.d. í Danmörku. Þegar taldir eru kennsludagar til stúdentsprófs kemur í ljós að íslenskir framhaldsskólanemendur þurftu eiginlega þetta aukaár í framhaldsskóla sem áður var hér en er nú búið að afnema. Þórólfur Matthíasson, prófessor emeritus í hagfræði við Háskóla Íslands, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Hér má hlusta á brot úr þættinum:

Markaðurinn - Þórólfur Matthíasson - klippa 1.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Þórólfur Matthíasson - klippa 1.mp4

„Að vísu hafa menn leikið sér svolítið með ráðuneytin, því miður, það var komið ágætis skikk á þetta eftir hrun, hafa þau stór og fækka þeim, af því að íslenskir ráðherrar eru í raun og veru forsætisráðherra hver og einn í sínu umhverfi. Það var niður að fara í að fjölga þeim aftur,“ segir Þórólfur.

Þetta eykur líka flækjustigið. Ég var að skoða þróun útgjalda og tekna í ákveðnum málaflokkum. Þessi samanburður yfir tíma er orðin dálítið flókinn vegna þess að þarna eru verkefni að færast milli ráðuneyta og eru jafnvel að færast innan kjörtímabils milli ráðuneyta eins og dæmin sýna.

„Alveg hárrétt. Þetta t.d. með að hafa skólastigin hjá sitt hvorum ráðherranum, eitthvað sem á að vera samfella, eða nokkurn veginn samfella, alla vega út skólaskylduna og síðan þegar þriðja skólastigið tekur við, ég held að það sé margt sem tali fyrir því að það að reka skóla er alls ekki það sama á háskólastigi og á grunnskólastigi eða framhaldsskólastigi, en það eru samt sem áður ýmsir sameiginlegir þættir og óþarfi að vera að margfalda á mörgum stöðum.“

Já, er ekki líka svona ákveðinn akkur í því að það sé ákveðin yfirsýn yfir allt kerfið?

„Jú, þetta eru svona færibönd sem taka við hvert af öðru og þá er nú betra að þau séu nokkurn veginn samstillt og það hefur skort svolítið á það.“

Og ekki hefur það einfaldast núna.

„Alls ekki, alls ekki. Undangengin 20-30 ár hefur sífellt verið rótað í skólakerfinu; stytting framhaldsskólans hefur ábyggilega farið á allt annan veg heldur en þeir ímynduðu sér sem að því stóðu. Ég er ekki viss um að það hafi verið stytt á réttum stað.“

Ég er sammála þér í því. Ég verð nú að segja að mér finnst, þegar ég horfi á þetta, þá finnst mér stytting framhaldsskólans bera öll merki þess að þetta hafi verið meiri ríkisfjármálaaðgerð en skólaaðgerð.

„Ég tek undir það. menn horfðu á aldurinn á okkar unglingum þegar þau útskrifast úr framhaldsskóla og sögðu: Þetta er hægt í Danmörku og þá hljótum við að geta gert það með sama hætti. En þá er bara spurningin, hvað kemur á undan? Og síðan kemur önnur stór spurning. Rósa Magnúsdóttir, sagnfræðiprófessor, benti á fyrir ári eða um það bil, að nýting skólaársins er ólík á milli Norðurlandanna og þess sem að hér gengur. Hún hafði reynslu af því að vera með börn í skóla í Danmörku og taldi bara dagana og þá þurftu íslensku unglingarnir eiginlega þetta aukaár til að ná upp þeim færri skóladögum sem þau fengu.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Það versta í 17 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Eldhugur í nýrri framkvæmdastjórn ESB – litlu ríkin í stórum hlutverkum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Eldhugur í nýrri framkvæmdastjórn ESB – litlu ríkin í stórum hlutverkum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Trump dregur Bandaríkin út úr WHO og opnar dyrnar fyrir ráðherra með klikkaða kórónuveirukenningu

Trump dregur Bandaríkin út úr WHO og opnar dyrnar fyrir ráðherra með klikkaða kórónuveirukenningu
Hide picture