fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Eyjan

Segir Sjálfstæðisflokkinn ábyrgan fyrir gríðarlegri útþenslu hins opinbera frá 1980 þrátt fyrir slagorð um hið gagnstæða

Ólafur Arnarson
Föstudaginn 13. september 2024 15:00

Kristinn Sveinn Helgason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á því að heildarútgjöld hins opinbera hafa vaxið úr 292 milljörðum króna (á verðlagi ársins 2023) frá árinu 1978 í 1.931 milljarð á síðasta ári. Á þessu tímabili hefur hlutfall útgjalda hins opinbera farið úr 31 prósent af vergri landsframleiðslu í 45 prósent af vergri landsframleiðslu.

Það var einmitt á árunum fyrir 1980 sem hugmyndafræðileg bylting átti sér stað meðal ungra sjálfstæðismanna, sem endurspeglaðist í kjörorðunum „báknið burt“ og endurreisn í anda frjálshyggju“.

Kristinn Sveinn Helgason, doktor í opinberri stjórnsýslu og rekstrarhagfræði, sem starfað hefur erlendis í fimm þjóðlöndum á síðustu áratugum. skrifar mjög áhugaverða grein sem birtist í Morgunblaðinu síðastliðinn þriðjudag. Hann fer yfir þróunina í útþenslu ríkisbáknsins hér á landi síðustu 40-45 árin og skoðar hvernig áform sjálfstæðismannanna ungu um minnkun ríkisumsvifa hafa gengið eftir, en Kristinn bendir á að margir af leiðtogum ungra sjálfstæðismanna á þessum árum, sem börðust fyrir þessari hugmyndafræðilegu endurnýjun, áttu síðar eftir að leika mikilbægt hlutverk í íslenskum stjórnmálum næstu áratugina.

Þegar þróun fjármála hins opinbera á tímabilinu 1980-2023 er skoðuð kemur í ljós að árlegur vöxtur heildarútgjalda hins opinbera var 4,1 prósent að raunvirði á meðan landsframleiðsla jókst árlega um 2,3 prósent að raunvirði. „Þetta þýðir að útgjöld hins opinbera jukust mun hraðar en verg landsframleiðsla á mann á þessu 43 ára tímabili. Á árunum 2020 til 2023 jukust tekjur hins opinbera og ríkissjóðs líka mikið eða um rúm 8 og 9,5 prósent árlega að raunvirði á meðan verg landsframleiðsla á mann hækkaði um 5,3 prósent. Þessi hlutfallslega mun hægari vöxtur vergrar landsframleiðslu á mann skýrist m.a. af miklum innflutningi erlends vinnuafls sem einkum hefur sótt í greinar sem hafa bæði lægri laun og litla framleiðni. Það er ekki síður sláandi að heildarútgjöld hins opinbera og ríkissjóðs jukust um 55 og 52 prósent að raunvirði á tímabilinu 2015 til 2023.

Kristinn Sveinn rifjar upp að þegar hann starfaði í stjórnarráðinu í byrjun níunda áratugar síðustu aldar voru einungis fimm starfsmenn í forsætisráðuneytinu, en þeir séu nú orðnir 60-70 talsins. Þá höfðu ráðherrar einn aðstoðarmann en hafa nú í festum tilvikum tvo til þrjá; því til viðbótar hafi þingflokkarnir 30 aðstoðarmenn og ríkisstjórnin þrjá þannig að heildarfjöldi aðstoðarmanna sé nú 60-70. Hann bendir á að í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs kemur fram að stöðugildi í ráðuneytunum hafi nær tvöfaldast á tímabilinu 1995-2020.

Kristinn Sveinn segir ekki þurfa að koma á óvart þótt Fjármálaráð hafi í umsögn um fjármálaáætlun fyrir tímabilið 2025-2029 komist að þeirri niðurstöðu að fjármál hins opinbera séu ekki sjálfbær. „Samkvæmt ráðinu er minna aðhald í ríkisfjármálum hér á landi en í samanburðarlöndum og tímabundin útgjöld hafa tilhneigingu til að verða varanleg. Eitt af sérritum Fjármálaráðs hefur líka bent á að nálægt tveir þriðju af nýjum störfum á tímabilinu 2013 til 2022 voru í byggingariðnaði, ferðaþjónustu og hjá hinu opinbera, þ.e. greinum sem hafa tiltölulega lága framleiðni. Slík þróun hlýtur að vera ávísun á minni efnahagslegan þrótt þjóðarinnar og vaxandi líkur á fátækt á komandi árum. Það er því orðið brýnt að stjórnvöld móti nýja langtímastefnu um uppbyggingu fjölbreyttra og arðbærra atvinnuvega sem geta boðið upp á góð laun og mikla framleiðni og jafnframt stutt við önnur markmið eins og aukinn félagslegan jöfnuð, betra umhverfi og samfélagslegan stöðugleika.“

Hver er það svo sem ber ábyrgð á þessari ískyggilegu þróun ríkisfjármála? „Á þessu 43 ára tímabili (1980-2023) hefur Sjálfstæðisflokkurinn setið 36 ár í ríkisstjórn og leitt fjármálaráðuneytið í um 31 ár. Það má því segja að ef það er einhver stjórnmálaflokkur sem ber höfuðábyrgð á hinum öra vexti ríkisútgjalda á síðustu áratugum, þá er það Sjálfstæðisflokkurinn, eða sá flokkur sem á sínum tíma boðaði hina róttæku hugmyndafræði um „báknið burt“ og „endurreisn í anda frjálshyggju“.“

Kristinn Sveinn hnykkir út með því að segja að flestum sé ljóst að umfang hins opinbera sé orðið of viðamikið í íslensku hagkerfi og ný efnahagsleg sókn þurfi að byggjast á lækkun bæði skatta og útgjalda og aukinni framleiðni. Það verkefni kalli á meiri pólitíska djörfung en hingað til hafi sést í íslenskum stjórnmálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Boða til blaðamannafundar á morgun

Boða til blaðamannafundar á morgun