fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Jóhannes krefur Kristrúnu um svör hvernig hún hyggist þrengja að ferðaþjónustunni – „Það eru margir sem bíða svars eftir þetta útspil í gær“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 13. september 2024 13:15

Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir Samfylkinguna boða hindranir á ferðaþjónustuna. Krefur hann Kristrúnu Frostadóttur, formann, um svör um hvaða aðgerðir flokkurinn hyggist beita.

Í færslu á samfélagsmiðlum vísar Jóhannes til ummæla Kristrúnar í Kastljósi á RÚV í gærkvöldi. Þar sagði hún meðal annars um ferðaþjónustuna:

„Þegar atvinnugrein er farin að ryðja sér leið inn á heimili fólks, að húsnæðismarkaðurinn stendur ekki undir því að fólk þarf að kaupa sér heimili vegna þess að fólk er að nýta þau sem gistiheimili þá hljótum við að þurfa að fara að horfa á hvaða aðgerðir þarf að grípa til.“

„Það var ekki hægt að skilja orð formanns Samfylkingarinnar í Kastljósi í gær öðruvísi en að Samfylkingin ætli sér að leggja svo harkalegar hindranir á ferðaþjónustu að það dragi verulega úr verðmætasköpun hennar fyrir samfélagið. Hún sagði beinlínis að það þyrfti þá að auka aðra verðmætasköpun á móti,“ segir Jóhannes Þór í færslunni. „Ég er almennt ánægður með það þegar stjórnmálamenn hætta að tipla í kring um hlutina eins og köttur um heitan graut, en því fylgir þá að þeir verða að standa fyrir máli sínu um þær aðgerðir sem þeir hyggjast grípa til – og afleiðingar þeirra.“

Í Kastljósi í gær útskýrði Kristrún ekki hvaða aðgerðir þyrfti að grípa til. Jóhannes krefur hana um svör um það.

„Eftir þessa augljósu yfirlýsingu í Kastljósi í gær hlýtur því að vera eðlileg krafa að Kristrún Frostadóttir útskýri nú hvaða beinu stjórnvaldsaðgerðum Samfylkingin ætlar að beita sem skerða rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar svo harkalega að það muni draga verulega úr verðmætasköpun hennar fyrir samfélagið? Því að það er eina leiðin til að gera það sem hún er að boða,“ segir Jóhannes. „Það eru margir sem bíða svars eftir þetta útspil í gær.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Í gær

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund