fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Ríkisstjórnin áformar að fella brott jöfnunarframlag á örorkubyrði lífeyrissjóða – „Seilast í ellilífeyri fátækasta fólksins á Íslandi“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 12. september 2024 14:30

Kristrún gagnrýnir áformin sem birtast í fjárlögum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmenn Samfylkingarinnar gagnrýna harðlega áform ríkisstjórnarinnar um að draga úr og svo leggja af framlög til jöfnunar á örorkubyrði almennra lífeyrissjóða. Þetta muni draga úr getu sjóðanna til að standa undir greiðslum til sjóðsfélaga og komi harðast niður á sjóðum verkafólks.

Áformin koma fram í nýframlögðum fjárlögum. Það er að framlögin lækki úr 7 milljörðum króna í 2,5 á næsta ári og hverfi svo á brott á því þarnæsta.

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, vék að þessu í ræðustól Alþingis.

„Lækkun og loks niðurfelling framlagsins, sem ríkisstjórnin talar fyrir í fjármálaáætlun og núna fjárlögum… það er aðgerð sem mun að óbreyttu koma harkalega niður á lífeyrissjóðum verkamanna, lífeyrissjóðum þeirra stétta sem vinna erfiðisvinnu og slítandi störf,“ sagði Kristrún. „Vinnandi fólk sem hefur greitt í sjóði eins og Gildi, Stapa, Festu, Lífeyrissjóð Vestmannaeyja og Lífeyrissjóð Rangæinga, það á að borga brúsann. Er það í alvörunni kappsmál hjá þessari ríkisstjórn að borga fyrir breytingarnar á örorkulífeyriskerfinu með því að seilast í ellilífeyri fátækasta fólksins á Íslandi?“

Örorka mismikil hjá sjóðunum

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður flokksins, skrifaði einnig færslu um málið á samfélagsmiðlum undir yfirskriftinni: Látið sjóði verkafólks vera!

Jóhann Páll bendir á að framlagið hafi verið greitt úr ríkissjóði frá árinu 2007 en það megi rekja til samninga á almennum vinnumarkaði árið 2005. Þá hafi verkalýðshreyfingin slakað á launakröfum sínum gegn því að ríkið myndi stíga inn með aðgerðum til að jafna aðstöðumun lífeyrissjóða vegna misjafnrar tíðni örorku.

„Það gefur auga leið að því meiri sem örorkutíðni er hjá lífeyrissjóði, því minni er geta sjóðsins til að standa undir lífeyrisgreiðslum til sjóðfélaga. Mest er örorkubyrðin hjá sjóðum verkafólks sem vinnur slítandi störf, en í dag renna meira en 60% jöfnunarframlagsins til sjóðanna Gildis, Festu og Stapa,“ segir Jóhann Páll. „Gildi og Festa hafa varið framlaginu beint til aukinnar réttindaávinnslu um sem nemur 3,6% af iðgjöldum sjóðfélaga. Með algeru afnámi framlagsins mun réttindaávinnslan lækka sem þessu nemur, sem er bein árás á lífeyrisréttindi erfiðisvinnufólks og láglaunafólks. Við það verður ekki unað og um slíkt verður enginn friður á Alþingi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð