fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Eyjan

Stefnuræða forsætisráðherra – Ræða Lilju Alfreðsdóttur

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 11. september 2024 21:11

Lilja Alfreðsdóttir Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra fara nú fram á Alþingi. Útsending hófst kl. 19.40 og skiptast umræðurnar í tvær umferðir. 

Forsætisráðherra hefur 12 mínútur til framsögu en aðrir þingflokkar en þingflokkur forsætisráðherra hafa sex mínútur í fyrri umferð. Í seinni umferð hafa þingflokkarnir sex mínútur hver. Neðst í greininni má sjá röð flokkanna og ræðumenn þeirra. 

Hér fyrir neðan má sjá lesa ræðu Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra

Virðulegur forseti, góðir landsmenn. 

Við í Framsókn ætlum að vera á skóflunni í allan vetur og vinna vinnuna, eins og við höfum alltaf gert. Ég er stolt af því að Framsóknarflokkurinn sé elsti stjórnmálaflokkur landsins, sem hugsar þó stöðugt til framtíðar og er ávallt að leita að farsælum lausnum til að fást við áskoranir samtímans.  

Sumir segja að það sé framsóknarmennska í okkur öllum, sem þykir afskaplega vænt um sveitir landsins, elskar tungumálið sitt, styður vel við grunnatvinnuvegi þjóðarinnar og virðir menningu landsins. Við í Framsókn viljum svo bara að fólk gangi almennt vel og við höfum trú á samvinnu fólks. Þannig náum við betri árangri sem þjóð. 

Virðulegi forseti. 

Við höfum haft góða sögu að segja á Íslandi undanfarin ár. Hagvöxtur hefur verið mikill og landsframleiðsla vaxið verulega. Atvinnustig er mjög hátt og atvinnulífið mun fjölbreyttara en áður. Útflutningur vaxið og gengi krónunnar verið nokkuð stöðugt. Þannig að mörgu leyti hefur gengið vel í íslenskum efnahagsmálum. Landsmenn hafa fundið það. 

Hins vegar höfum við verið að glíma verðbólgu mun lengur en við hefðum viljað – sem hefur valdið því að stýrivextir Seðlabankans eru afar háir. Auðvitað reynir hátt vaxtastig á heimili og fyrirtæki, eins og sjá má í vaxandi vanskilum þeirra. Við finnum öll að róðurinn hefur verið að þyngjast en þá er afar brýnt að öll efnahagsstefna stjórnvalda miði að því að verðbólgan lækki.  

Við erum farin að sjá einhvern árangur að því og verðbólgan mælist hún 3,6% án húsnæðisliðarins. Því miður hefur húsnæðisliður vísitölu neysluverðs knúið verðbólguna áfram að mestu. Lausnin að þessum vanda er að auka framboð af húsnæði. Því, fyrst og síðast, þá vantar húsnæði, þrátt fyrir að þá miklu aukningu sem hefur verið síðustu árum og að ráðist hafi verið í stórar aðgerðir á vegum stjórnvalda.  

Hins vegar, þá verðum við gera betur og því er ánægjulegt að stærsta sveitarfélag landsins, Reykjavíkurborg, hefur skuldbundið sig til að tvöfalda byggingahæfar lóðir frá síðasta kjörtímabili. Önnur sveitarfélög hafa einnig lýst yfir skýrum vilja og getu til að auka framboð af lóðum.  

Eina leiðin til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði er á framboðshliðs hans, og það þarf allar heldur á dekk og leita allra leið til að liðka fyrir auknu framboði.  

Framtíð landsins treystir á að hægt sé að koma sér upp heimili á viðráðanlegum kjörum!  

Virðulegi forseti! 

Það er jákvætt að náðst hafist langtímakjarasamningar á vinnumarkaði og frumvarp til fjárlaga miðar því að draga úr þenslu ásamt því að létta undir með fjölskyldufólki. Barnabætur hafa verið auknar verulega og  eru nú skólamáltíðir aðgengilegar öllum börnum þessa lands án kostnaðar. Þessar áherslur skipta máli, þær auka jöfnuð og draga úr áhrifum verðbólgu fyrir þá sem höllustum fæti standa.  

Erindi þessarar ríkisstjórnar snýst um að tryggja að verðbólgan lækki. Ríkisstjórnarflokkarnir leggja allt kapp á að mjúk lending náist í hagkerfinu til að heimilin njóti efnahagslegs öryggis. Þetta er brýnasta verkefni vetrarins.   

Góðir landsmenn. 

Framsóknarflokkurinn hefur staðið með þjóðinni í blíðu og stríðu og á mikinn þátt í því, í samvinnu við aðra flokka á Alþingi, að velmegun sé almennt mikil á Íslandi. Við höfum borið gæfu til þess að einblína á hag heimilanna, sem er lykillinn að farsæld hverrar þjóðar.  

Við munum á komandi vetri leggja allt á okkur til að verðbólga og vextir lækki, og að kaupmáttur heimilanna aukist að nýju, fyrir ykkur, fólkið í landinu. 

Eigið góðar stundir! 

Hér fyrir neðan er röð flokkanna og ræðumenn þeirra.

Sjálfstæðisflokkur

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í fyrri umferð

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra í seinni umferð

Samfylkingin

Kristrún Frostadóttir, 3. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í fyrri umferð

Þórunn Sveinbjarnardóttir, 8. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í seinni umferð.

Flokkur fólksins

Inga Sæland, 7. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í fyrri umferð

Tómas A. Tómasson, 9. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í seinni umferð

Framsóknarflokkur

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í fyrri umferð

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í seinni umferð

Píratar

Halldóra Mogensen, 3. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í fyrri umferð

Andrés Ingi Jónsson, 10. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í seinni umferð

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, í fyrri umferð

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra í seinni umferð

Viðreisn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, 5. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í fyrri umferð

Hanna Katrín Friðriksson, 8. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í seinni umferð

Miðflokkurinn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 7. þingmaður Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð

Bergþór Ólason, 8. þingmaður Norðvesturkjördæmis, í seinni umferð

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sagnfræðiprófessor: Ef Trump sigrar gæti aðild að ESB orðið kosningamál á Íslandi

Sagnfræðiprófessor: Ef Trump sigrar gæti aðild að ESB orðið kosningamál á Íslandi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson: Samfylkingin var búin að mála sig út í horn með ímyndarstjórnmálum

Jóhann Páll Jóhannsson: Samfylkingin var búin að mála sig út í horn með ímyndarstjórnmálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson: Herðum reglur um AirBnB og breytum atvinnuhúsnæði í íbúðahúsnæði

Jóhann Páll Jóhannsson: Herðum reglur um AirBnB og breytum atvinnuhúsnæði í íbúðahúsnæði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mistök sósíalista og sjálfstæðismanna gætu skotið líflínu til Vinstri grænna

Orðið á götunni: Mistök sósíalista og sjálfstæðismanna gætu skotið líflínu til Vinstri grænna