fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Eyjan

Sænskir hægri menn segja vinstri menn komast upp með gyðingahatur

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 11. september 2024 16:30

Sænska þinghúsið í Stokkhólmi. Mynd: Wikimedia Commons -Arild Vågen - CC BY-SA 4.0

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðtogar tveggja hægri flokka á sænska þinginu gagnrýna vinstri flokkana harðlega og fullyrða að þar innanborðs grasseri gyðingahatur og segja fjölmiðla landsins sýna því lítinn áhuga að draga þá staðreynd fram í dagsljósið

Sérstök umræða um gyðingahatur fór fram fyrr í dag á sænska þinginu. Ebba Busch leiðtogi flokks Kristilegra demókrata sem jafn framt er orkumála-, viðskipta- og iðnaðaráðherra beindi þessum ásökunum sérstaklega að Vinstriflokknum sem er lengst til vinstri af öllum flokkum á sænska þinginu. Liðsmenn Vinstriflokksins hafa verið virkir í mótmælum gegn hernaði Ísraels á Gaza og hafa sumir þeirra verið sakaðir um að hafa sýnt af sér gyðingahatur í þeim mótmælum.

Í Svíþjóð hefur það gjarnan verið þannig að vinstri flokkarnir mynda eina blokk og hægri flokkarnir aðra en núverandi ríkisstjórn er skipuð þremur hægri flokkum og varin vantrausti af þeim fjórða. Ebba Busch beindi þeim orðum til Magdalenu Andersson leiðtoga flokks Jafnaðarmanna, stærsta flokksins í vinstri blokkinni, að sjá til þess að Vinstriflokkurinn losi sig við liðsmenn sem hafi sýnt af sér gyðingahatur.

Ebba Busch. Mynd: Wikimedia Commons – Stina Virkamäki – CC BY 2.0

Busch sagði við fréttamann Aftonbladet að sænskir fjölmiðlar hafi sýnt því takmarkaðan áhuga að fjalla um gyðingahatur innan vinstri flokkanna. Hún fullyrðir að öðru máli hefði gengt ef um væri að ræða flokk Svíþjóðardemókrata.

Busch segir Magdalenu Andersson og fjölmiðla bera sína ábyrgð og hún hvetur leiðtoga Jafnaðarmanna til að sjá til þess að vinstri flokkarnir gangi ekki til næstu þingkosninga með frambjóðendur innanborðs sem séu bersýnilega hatursfullir í garð gyðinga.

Magdalena Andersson. Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins. Mynd :Getty

Tröllaverskmiðjan

Jimmy Åkesson er leiðtogi Svíþjóðardemókrata, hægri-popúlista flokks sem á ekki sæti í ríkisstjórninni en ver hana gegn vantrausti í skiptum fyrir áhrif á stjórnarstefnuna. Flokkurinn hefur löngum talað fyrir hertri stefnu í útlendingamálum og Åkesson hefur sjálfur í gegnum tíðina verið sakaður um að kynda undir andúð og hatri í garð innflytjenda, ekki síst frá löndum þar sem múslimar eru í meirihluta.

Jimmie Åkesson leiðtogi Svíþjóðardemókrata/Wikimedia

Í þingumræðunum um gyðingahatur beindi Åkesson einkum spjótum sínum að Magdalenu Andersson og flokki hennar. Samkvæmt SVT  sagði hann gyðingahatur viðgangast í nokkrum flokkum á sænska þinginu. Vildi hann vita hvort Andersson væri tilbúin til að mynda ríkisstjórn með flokkum sem væru ófærir um að stemma stigu við gyðingahatri innan eiginn raða. Væntanlega átti Åkesson þar við Vinstriflokkinn.

Anderson svaraði því til að gyðingahatur ætti hvorki heima innan hennar flokks né flokks Åkesson og fagnaði viðleitni hans við að útrýma gyðingahatri í sænskum stjórnmálum. Lauk hún ræðu sinni á því að segja að vonandi myndi Åkesson fara í tröllaverksmiðju sína sem fjármögnuð hefði verið af almannafé og senda starfsmenn hennar í jólafrí.

Bara grín

Þar er Anderson að vísa til þess að fyrr á þessu ári kom fjölmiðillinn TV4 upp um að flokkur Svíþjóðardemókrata hefði rekið á laun svokallaðar tröllaverksmiðjur í netheimum en nettröll er orð sem er gjarnan notað yfir þá sem dreifa óhróðri, áróðri og svívirðingum á netinu. Gekk starfsemi þeirra út á að dreifa áróðri gegn innflytjendum og óhróðri sem beint var að stjórnmálamönnum í öðrum flokkum.

Í tröllaverksmiðjunni, en starfsmaður flokksins notaði sjálfur þetta nafn, voru stofnaðar ýmsar síður á helstu samfélagsmiðlum og Youtube þar sem þetta allt var birt en passað var upp á að nafn flokksins væri hvergi að finna á viðkomandi síðum. Óhróðrinum var beint að fólki úr öllum öðrum flokkum á sænska þinginu, bæði vinsti og hægri flokkunum og um tíma voru stoðir samstarfs ríkisstjórnarflokkanna við Svíþjóðardemókrata valtar en það stendur enn. Jimmy Åkesson sagði aftur á móti málið blásið upp úr öllu samhengi og um hefði verið að ræða saklaust grín.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi