fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Hannes kennir viðreisn um húsnæðisvandann og Pawel snýst til varnar – „Ég skammast mín núll fyrir þennan árangur“

Eyjan
Miðvikudaginn 11. september 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhugaverðar rökræður spruttu upp á milli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors, Pawel Bartoszek varaborgarfullrúa og Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra, á FB-síðu Hannesar.

Hannes sendir Viðreisn þessa pillu:

„Viðreisn ber fulla ábyrgð á lóðaskortinum í Reykjavík, sem keyrir upp húsnæðisverð fyrir ungt fólk og gerir því ókleift að koma upp þaki yfir höfuðið. Og Viðreisn vill galopin landamæri, en hælisleitendur hafa undanfarin ár flykkst til landsins og kosta ómældar fjárhæðir (75% gæsluvarðhaldsfanga eru útlendir).“

Pawel segir þennan málflutning sýna ábyrgðarflótta af hálfu Sjálfstæðismanna:

„Flokkur sem stjórnað hefur á Íslandi í 26 af seinustu 30 árum er semsagt kominn með þá strategíu að kenna flokki sem var í ríkisstjórn í eitt ár fyrir 8 árum um hvernig komið er fyrir þjóðarbúinu. Getur ábyrgðarflóttinn orðinn eitthvað meiri?“

Björn kemur Sjálfstæðismönnum til varnar og segir Pawel ekki geta vikið sér undan sinni ábyrgð:

„Varst þú ekki fjögur ár í borgarstjórn? Lagðir þitt af mörkum til skortsins án þess að vilja kannast við það og vildir flugvöll í Hvassahraun. Á einni viku eða með einni ákvörðun geta stjórnmálamenn valdið miklum skaða. Þú náðir ekki endurkjöri vegna verka þinna.“

Pawel segist á hinn bóginn vera stoltur af árangri sínum í borgarstjórn enda hafi á því tímabili verið byggðar fleiri íbúðir en á nokkru öðru kjörtímabili: „Ég skammast mín núll fyrir þennan árangur og aðkomu mína að honum, þvert á móti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt