fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Jón Sigurður skrifar – Slaufusaga 101

Eyjan
Sunnudaginn 1. september 2024 14:00

Jón Sigurður Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við Íslendingar höfum okkar rómantísku hugmyndir um upphaf byggðar hér á landi. Þetta var þægileg saga um víkinga, ljósa á brún og brá. Allt var gúddí, þannig séð, fyrstur kemur fyrstur fær, en snemma nær ráðdeildasama fólkið og það fræknasta yfirhönd. Það var gaman að vera Íslendingur undir þessu guðspjalli. En þá kemur til skjalanna fræðimaður ættaður af Ströndum, Bergsveinn Birgisson að nafni, og ritar bókina Leitin að svarta víkingnum og fer að skemma gamanið með býsna góðum rökum um að upphaf byggðar og búsældar megi miklu frekar rekja til umsvifa Geirmunds heljarskinns. Honum hafi hinsvegar verið hafnað af sagnafólki enda var hann, einsog segir í Geirmundarsögu heljarskinns, svartur og ljótur og átti ættir að rekja til Inúíta í Síberíu.

Halda óæskilegum frá sögu lands og þjóðar

Oft finnst mér einsog örli á sömu tilburðum hefðarfólks þegar kemur að sögu okkar sem stendur okkur mun nær. Það er að segja, sú árátta að halda óæskilegum einstaklingum útúr sögu lands og þjóðar. Held ég að þar ráði frekar meðvirkni en óvandvirkni. Allavega tókst Háskóla Íslands að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni nægilega seint svo hann kæmist ekki á heiðurssamkomu í hátíðarsal skólans, síðastliðinn vetur, þar sem því var fagnað að þrjátíu ár væru liðin frá því að Eystrasaltsríkin endurheimtu sjálfstæði sitt. Og einhver hefði haldið að tilefnið hefði verið ærið fyrir fjölmiðla að tala við þann eina sem á örlagastundu studdi þetta sjálfsstæðisbrölt þeirra.

Í pistli frá eiginkonu Jóns, Bryndísi Schram, kemur svo fram að hún hafi hlýtt á ráðstefnu á vegum Alþjóðamáladeildar Háskóla Íslands þar sem þáverandi forseti Íslands, Guðni Jóhannesson, og utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir voru spurð um hvað alþjóðlegir samningar hefðu reynst þjóð okkar best. Kváðu þau við: EES samningurinn. Forsetinn hafði líka orð á því að stuðningur Íslands við sjálfsstæði Eystrasaltsríkjanna væri til marks um það að smáþjóðir gætu velt þungu hlassi á alþjóðavettvangi. Ekki var minnst á Jón Baldvin í þessu samhengi, og þurfti þá líklegast nokkurar lagni við.

Sagan á ekki að vera skrifuð af slaufu-meðvirkni

Vandinn er ekki sá að Jón Baldvin verði af hefðarhossi og vegtyllum. Heldur sá, að ef hann á ekki heiður skilinn þá finnast alltaf ófáir sjálfboðaliðar til að hirða þennan heiður. Líklegast einhverjir sem máttu ekki heyra á sjálfstæðismúður minnst á sínum tíma og þorðu ennþá síður að afsala Íslandi sjálfstæði, einsog, talið var að EES samningurinn myndi gera. Vandinn er sem sagt sá að sagan á ekki að vera skrifuð af slaufu-meðvirkni. Annars gætum við stytt okkur leið á þeirri vegferð og sparað okkur ófáar ráðstefnur og samkomur af óþægilegu gerðinni. Við gætum hæglega boðið öllu hefðarfólkinu í hátíðarsal og sagt að árangur alls góðs sé lituðum einstaklingi af óræðu kyni að þakka. Takk fyrir komuna, ráðstefnu slitið, verið þið sæl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund