fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Einn af forverum Ásmundar Einars lætur hann heyra það – Segir sorglegt og alvarlegt hvernig haldið sé á málefnum grunnskóla

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. ágúst 2024 13:30

Ásmundur Einar Daðason. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason fyrrverandi menntamálaráðherra er bersýnilega afar ósáttur við hvernig Ásmundur Einar Daðason núverandi mennta- og barnamálaráðherra hefur haldið á málum grunnskóla landsins í sinni embættistíð. Mikið hefur verið rætt um síversnandi námsárangur íslenskra grunnskólabarna og meðal annars rætt um hvort mistök hafi verið gerð með því að leggja af samræmd próf. Björn segir ljóst að eins og staða mála sé nú búi grunnskólar landsins við mikla óvissu í sínum málum.

Björn ritar um málið í daglegum pistli á heimasíðu sinni.

Hann vísar í upphafi til þess að umsagnarferli um áform mennta- og barnamálaráðherra um frumvarp til breytinga á grunnskólalögum sé nú lokið. Frumvarpið festi í sessi hugmyndir um að svokallaður matsferill komi í stað samræmdra prófa. Björn segir þennan matsferil hafa verið í smíðum síðan árið 2020 og ekki sé enn ljóst hvenær hann verði tilbúinn:

„Frá árinu 2021 hefur ekkert samræmt mat á námsstöðu eða námsárangri verið í boði á grunnskólastigi og ekki horfur á að það breytist á næstunni. Sagt var að tæknilegar ástæður gerðu ókleift að framkvæma samræmt mat. Þá var lögfest að frestað yrði út árið 2024 að leggja fyrir samræmd könnunarpróf. Verði lögum ekki breytt í haust verður skylt að taka upp slík próf að nýju frá og með 1. janúar 2025. Til að losna undan þeirri skyldu þarf að breyta grunnskólalögum á þingi haustið 2024.“

Björn segir frumvarpið í raun fela í sér reddingu og það sé alls ekki góð staða að hafa grunnskóla landsins í:

„Á einföldu máli má segja að ráðherra málaflokksins sé nú að „redda grunnskólastarfi fyrir horn“. Að málum sé þannig komið í þessum mikilvæga málaflokki er í senn sorglegt og alvarlegt.“

Skipulagsbreytingar hafi dregið dilk á eftir sér

Björn segir að skipulagsbreytingar sem Ásmundur Einar gerði árið 2022 hafi bersýnilega dregið dilk á eftir sér og sömuleiðis uppskipting á menntamálaráðuneytinu sem stjórnarflokkarnir sameinuðust um áður en núverandi ríkisstjórn tók við eftir kosningar 2021. Ásmundur Einar lagði niður Menntamálastofnun og kom á fót Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Björn minnir á að það hafi verið gert með því fororði að eftirlit með skólastarfi yrði aðgreint frá þjónustu og ráðgjöf, og færðist til menntamálaráðuneytisins fyrst um sinn. Þessar breytingar séu þó engin afsökun fyrir þeirri stöðu grunnskólans sem nú blasi við.

Björn vísar einnig til þess að óvissan í málum grunnskólanna og hvaða námsmat eigi að ráða þar ríkjum sé svo mikil að Salvöru Nordal umboðsmanni barna hafi þótt nóg um:

„Óvissan núna er svo mikil að umboðsmaður barna sá 23. júlí 2024 ástæðu til að senda Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, bréf og óska eftir upplýsingum, eftir atvikum með atbeina Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, um það hvort til staðar sé skýr og heildstæð áætlun um innleiðingu á nýju samræmdu námsmati. Þá óskar umboðsmaður barna eftir að fá aðgang að þeirri áætlun. Einnig óskar umboðsmaður barna eftir að fá upplýsingar um hvenær áætlað sé að nýtt samræmt námsmat verði innleitt að fullu.“

Umrætt bréf umboðsmanns barna til mennta- og barnamálaráðherra má nálgast hér.

Sinnir ekki skyldu sinni

Í bréfinu er einnig vísað til þeirrar lagaskyldu sem hvílir á mennta – og barnamálaráðherra að leggja fram skýrslu á Alþingi á þriggja ára fresti um framkvæmd grunnskólastarfs í landinu. Ásmundur Einar hefur ekki enn lagt fram slíka skýrslu þrátt fyrir að hafa verið í embætti síðan í nóvember 2021. Slík skýrsla var síðast lögð fram á þingi veturinn 2018-2019 og fjallaði hún um skólaárin 2010-2016. Umboðsmaður barna kvartaði árið 2022 yfir því að ný skýrsla hefði ekkki verið lögð fram:

„Eftir kvörtun frá umboðsmanni í bréfi dags. 13. apríl 2022 svaraði mennta- og barnamálaráðuneytið 3. maí 2022 að ráðherra myndi fyrir lok ársins 2022 leggja fram skýrslu um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum sem næði til áranna 2017–2021. Sú skýrsla hefur ekki enn verið lögð fyrir alþingi,“ skrifar Björn.

Umboðsmaður barna hefur veitt Ásmundi Einari frest fram til 19. ágúst næstkomandi til að svara bréfinu sem sent var í síðasta mánuði og segir Björn svarið veita Ásmundi Einari og yfirvöldum menntamála tækifæri til að gera hreint fyrir sínum dyrum og eyða óvissunni.

Í frétt MBL kemur fram að Ásmundur Einar skýri það með áðurnefndum skipulagsbreytingum og í framhaldi af þeim breytingum á framkvæmd verkefna hvers vegna skýrslan hafi ekki enn litið dagsins ljós. Ásmundur segir drög að skýrslunni liggja fyrir og hún sá þingmálaskrá til fyrirlagningar á þingi í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð