fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Eyjan

Humly velur OK sem samstarfsaðila á Íslandi

Eyjan
Þriðjudaginn 6. ágúst 2024 14:38

Kristinn Helgason, sölustjóri hjá OK.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska tæknifyrirtækið Humly hefur valið tölvufyrirtækið OK sem samstarfsaðila á Íslandi fyrir Humly bókunarlausnir. Humly er alþjóðlegt fyrirtæki sem veitir lausnir og þjónustu um allan heim í gegnum staðbundna samstarfsaðila. Fyrirtækið er með starfsstöðvar á nokkrum stöðum víðs vegar um Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku.

 Humly hefur þróað bókunar- og móttökulausnir fyrir vinnustaði í rúman einn og hálfan áratug. Safnið þeirra samanstendur af lausnum til að bóka fundarherbergi, borð á vinnustöðum, næðisrými, gólfplön, bókun á bifreiðum og bílastæðum á vinnustað. Í raun er hægt að nýta Humly lausnina fyrir langflesta bókunarmöguleika.

 „Starfsfólk hefur í dag ýmsar leiðir til þess að sinna daglegum verkefnum. Sumir vinna heima, aðrir eru í blandaðri vinnu og enn aðrir eru á skrifstofunni. Þessi blandaða vinna hefur skapað forsendur fyrir opið sætaskipulag eða verkefnamiðaða vinnuaðstöðu (e. Freeseating) í fyrirtækjum. Í slíku skipulagi skiptir máli að geta bókað borð, næðisrými eða fundarherbergi með einföldum hætti, með lausn sem er samþættanleg þeim sem fyrir eru á vinnustaðnum. Humly er einstaklega einföld og skalanleg lausn enda hefur hún náð miklum vinsældum hjá fyrirtækjum í Skandinavíu og víðar, þar sem blönduð vinna (e. Hybrid working) er í miklum vexti,“ segir Kristinn Helgason, sölustjóri hjá OK.

Humly lausnir eru nú að finna í rúmlega 100 þúsund fundarherbergjum fyrirtækja víðs vegar um heim, þar á meðal í fjölmörgum Fortune 500 fyrirtækjum. Humlylausnir eru annálaðar fyrir glæsileika og eru margverðlaunaðar. Fyrirtækið hlaut meðal annars á dögunum Red Dot verðlaun fyrir hönnun sína.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Eldhugur í nýrri framkvæmdastjórn ESB – litlu ríkin í stórum hlutverkum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Eldhugur í nýrri framkvæmdastjórn ESB – litlu ríkin í stórum hlutverkum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Trump dregur Bandaríkin út úr WHO og opnar dyrnar fyrir ráðherra með klikkaða kórónuveirukenningu

Trump dregur Bandaríkin út úr WHO og opnar dyrnar fyrir ráðherra með klikkaða kórónuveirukenningu