fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: „Multifunktional og multikultural“

Eyjan
Laugardaginn 31. ágúst 2024 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa fagnað greinargerð Kirkjugarða Reykjavíkur þar sem hlutverk garðanna eru endurskilgreind. Ég hef lengi beðið eftir því að hefðbundnu yfirbragði kirkjugarða yrði breytt í samræmi við ríkjandi menningarstrauma á samfélaginu. Auðvitað þarf að samhæfa jarðarfarir á „multifunktional og multikultural“ hátt eins og íslenskufræðingarnir í stjórn kirkjugarða segja svo smekklega.

Ég hef saknað þjóðlegra jarðarfara eins og lýst er í Íslendingasögum þar sem menn eru heygðir í öllum hertygjum í stórum moldar- eða grjóthaug. Þessa athöfn þarf að taka upp aftur. Líkið er lagt inn í stóran haug ásamt tölvunni sinni og prentaranum og öðrum mikilvægum nytjahlutum úr hvunndagslífinu. Menn geta líka haft með sér í hauginn peninga og skartgripi og annað dót sem annars verður að skilja eftir handa vanþakklátum erfingjum. Hestamenn geta haft með sér uppáhaldshestinn ásamt reiðtygjum. Við jarðarfarir sérstakra höfðingja og dýravina gæti hundur eða köttur fylgt með í hauginn að fornum sið. Svo mætti grafa endurtekið inn í hauginn eins og Egill afi minn gerði þegar Böðvar sonur hans var settur í hauginn hjá Skallagrími.

Í fornsögum tíðkaðist að menn voru brenndir á skipi sínu sem dregið var út á sjó og látið sökkva. Þetta er góður og skemmtilegur siður sem auðvitað ber að taka upp aftur í Fossvogi og Eyjafirði. Litlum trébátum væri ýtt úr vör með brennandi líki og syrgjendur stæðu í fjörunni og syngju saman eitthvað fallegt og hugljúft lag með ensku rokkhljómsveitinni Queen. Svona jarðarfarir væru mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn eins og bálfarir við ána Ganges sem draga að milljónir ferðamanna árlega. Ísland gæti orðið land hinna óhefðbundnu jarðarfara fyrir alls konar sérvitringa með opinberum bálförum og fossförum (líkinu fleygt í foss) og hveraförum (líki fleygt í hver) og jökulförum (líkið skilið eftir á jökli). Möguleikarnir eru endalausir. Auðvitað verða kirkjugarðar að vera fjölnota og fjölmenningarlegir. Burt með krossana og inn með fjölbreytileikann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ari Sæmundsen skrifar: Rík þjóð

Ari Sæmundsen skrifar: Rík þjóð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Eru refsingar of vægar?

Björn Jón skrifar: Eru refsingar of vægar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Frelsið mitt og frelsið þitt?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Ræðum meira um Evrópu

Thomas Möller skrifar: Ræðum meira um Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Í hvaða álfu eru íslenskir flokkar?

Sigmundur Ernir skrifar: Í hvaða álfu eru íslenskir flokkar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Reykjavíkurflugvöllur

Óttar Guðmundsson skrifar: Reykjavíkurflugvöllur
EyjanFastir pennar
25.02.2025

Svarthöfði skrifar: Vegprestur með neyðarsjóð

Svarthöfði skrifar: Vegprestur með neyðarsjóð
EyjanFastir pennar
23.02.2025

Björn Jón skrifar: Hlustið á Þorgrím Þráinsson

Björn Jón skrifar: Hlustið á Þorgrím Þráinsson