fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Framkvæmdastjóri Betri samgangna: Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ekki aðskildar eyjur heldur ein heild

Eyjan
Föstudaginn 30. ágúst 2024 20:00

Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppfærður samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins felur ekki einungis í sér borgarlínu heldur er aukin áhersla á t.d. hjóla- og göngustíga. Segja má að þegar skrifað var undir upphaflega samgöngusáttmálann árið 2019 hafi menn verið að trúlofa sig en að með undirrituninni nú hafi menn gift sig, endurnýjað heitin. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.

„Það sem felst í þessu er fyrst og fremst að það er verið að uppfæra allar áætlanir. Þarna eru miklar fjárfestingar í stofnvegum fyrst og fremst en svo líka í borgarlínu, hjóla- og göngustígum og öðru og núna erum við komin lengra inn í verkefnin,“ segir Davíð.

„Það hafði verið framkvæmdastopp hérna á höfuðborgarsvæðinu í samgöngum áður en upphaflegi sáttmálinn var gerður þannig að verkefnin voru stutt á veg komin í í undirbúnings- og hönnunarferli.“ Davíð segir verkefnin nú komin lengra þannig að meira sé vitað um hver kostnaðurinn verði. Kostnaðar- og tímaáætlanir séu orðnar mun áreiðanlegri en fyrr.

Hann segir að nú sé beitt alþjóðlega viðurkenndum aðferðum við áætlanagerðina þar sem kostnaðartölur séu áhættugreindar til að tryggja að hægt sé að byggja á þessum tölum. „Tölurnar eru talsvert hærri en í upphaflegum sáttmála, enda óvissan minni, en það er líka verið að bæta í, það er verið að leggja meiri áherslu á hjóla- og göngustíga, það er eitthvað sem hefur verið vaxandi og og ef við skoðum hvernig það er í öðrum löndum þá helst það alveg í hendur við þá innviði sem eru til staðar; þar sem hjólainnviðir eru góðir þar notar fólk frekar hjól til að komast á milli staða.“

Davíð segir búið að kortleggja hjólanet höfuðborgarsvæðisins og sveitarfélögin og Vegagerðin hafi forgangsraðað verkefnum til að búa til góðar tengingar á milli sveitarfélaga og milli borgarhluta og hverfa.“

Já, einmitt, þetta tekur höfuðborgarsvæðið sem eina heild en ekki hvert sveitarfélag út af fyrir sig.

„Algerlega. Stundum hittir maður íbúa í t.d. Garðabæ sem spyrja: Hvað eruð þið að gera fyrir okkur? Sveitarfélögin sex á höfuðborgarsvæðinu eru ekki ótengdar eyjur, þó að við séum hérna á Eyjunni eru þetta ekki ótengdar eyjur. Þetta er allt eitt samgöngukerfi sem við erum að byggja upp og flestir íbúar höfuðborgarsvæðisins nýta sér ýmsa þætti þess og oft þá í sveitarfélögum þar sem þeir búa ekki..“

Davíð segir nýja hugsun felast í samgöngusáttmálanum, þessi hugmyndafræði hafi verið í notkun á Norðurlöndunum lengi.“ Ég held að fyrsti sáttmálinn hafi verið gerður í Bergen 1986 og síðan hefur þetta verið gert í Noregi og Svíþjóð þar sem þessir opinberu aðilar sem bera ábyrgð á samgöngum í borgum koma sér saman um langtímasýn. Í Noregi er það enn flóknara því að þar er ríkið og héraðsstjórn og svo sveitarfélögin, en við erum „bara“ með sveitarfélögin og ríkið, þessa sjö aðila sem koma sér saman um þetta.

Sigurður Ingi, fjármálaráðherra, orðaði þetta þannig, þegar var skrifað undir, að menn hefðu verið að trúlofa sig þarna 2019 en nú væru menn að gifta sig, það er verið að endurnýja heitin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“