fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Hið fullkomna gegnsæi

Svarthöfði
Fimmtudaginn 29. ágúst 2024 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má líklega jafna því við að bera vatn í bakkafullan læk að fjalla meir um tekjur manna – svona að nýafstaðinni vertíð slíkrar umræðu í kjölfar framlagningar skattskrár. Forðum var keppst um að kaupa eintök af tekjublöðum og voru þau helsta lesefni landsmanna um verslunarmannahelgar árum saman. Því fylgdu svo erfið samtöl starfsmannastjóra fyrirtækja við lesendur þessara blaða þar sem niðurstöður tekjublaðanna voru lögð til grundvallar rökstuðningi um launahækkun.

Tíðarandinn hefur sumpart breyst hvað þetta varðar. Nú virðast landsmenn hafa mun minni áhuga á þessum upplýsingum og nokkurra daga gömlum upplögum þessara blaða ekið á endurvinnslustöðvar í bílförmum.

Það breytir þó ekki því að margt forvitnilegt ber fyrir augu við lestur þeirra og það eru ekki alltaf stóru tölurnar sem mesta athygli vekja.

Í nýju tölublaði Tekjublaðs Frjálsar verslunar sést til dæmis að einn helsti forsprakki gegnsæis hér á landi og fyrrverandi fyrirsvarsmaður hérlends útibús gegnsæis, Transparency International, Iceland, var með núll krónur á mánuði á síðast liðnu skattári.

Það er nokkuð vel af sér vikið. Telst það ekki vera hið fullkomna gegnsæi að hafa núll krónur í laun? Við þær aðstæður þarf ekki að biðja um prósentuhækkun launa. Svarthöfða er ýmislegt betur til lista lagt en reikningur en þykist þó muna að 5 prósent launahækkun á núll króna laun er samt sem áður núll og telur sig vita að núll krónur á mánuði er líka núll krónur á ári.

Og eftir að hafa skoðað tölustafi gaumgæfilega blasir við að núll er eina talan sem almennilega sést í gegnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Meirihluti fyrir málamiðlun um þjóðaratkvæði

Þorsteinn Pálsson skrifar: Meirihluti fyrir málamiðlun um þjóðaratkvæði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Ástæða til bjartsýni á framtíðina

Björn Jón skrifar: Ástæða til bjartsýni á framtíðina
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur

Björn Jón skrifar – Auðmaður fer með fleipur
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar
EyjanFastir pennar
14.11.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ
EyjanFastir pennar
14.11.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Satt eða logið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Satt eða logið
EyjanFastir pennar
07.11.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar: Eldhúsborðin og umheimurinn
EyjanFastir pennar
02.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin

Óttar Guðmundsson skrifar: Móðgaða þjóðin