fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Eyjan

PLAY bætir við sig portúgalskri perlu

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarflugi til borgarinnar Faro í Portúgal. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að fyrsta flugið verður laugardaginn 12. apríl, í tæka tíð fyrir páska á næsta ári. Flogið verður tvisvar í viku á laugardögum og miðvikudögum til 29. október.

Faro er höfuðborg Algarve-héraðs og er flugvöllurinn í um 15 mínútna fjarlægð frá borginni með bíl. Borgin er hvað þekktust fyrir nærliggjandi strandlengjuna, sjávarréttaveitingastaðina og aldagamla byggingarlist. Í nágrenni Faro má finna stórkostleg útivistarsvæði, mikilfenglegt landslag og einstakt dýra- og gróðurlíf. Næturlífið í Faro hefur einnig sinn sjarma og er það vel sótt af nemendum sem stunda háskólanám í borginni.

Faro er fjórði áfangastaður PLAY sem tilheyrir Portúgal. Fyrir flýgur Play til borganna Lissabon og Porto og mun hefja flug til portúgölsku eyjunnar Madeira í haust.

„Við erum með þá stefnu að vera leiðandi í flugi til sólarlandaáfangastaða frá Íslandi og nýjasti áfangastaðurinn okkar Faro er enn ein viðbótin við þá glæsilegu áætlun sem við bjóðum til sólríkra landa í suðurhluta Evrópu. Íslendingar hafa tekið vel í sólarlandaflugin okkar og ég á ekki von á öðru en að ævintýralegt umhverfi Faro hljómi vel í eyrum veðurbarinna Íslendinga, ” er haft eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets

Ragna hættir hjá Alþingi í sumar – Ráðin forstjóri Landsnets
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?

Orðið á götunni: Hvernig verður umhorfs í Sjálfstæðisflokknum eftir landsfund? Ófriðarbál eða friður?