fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Eyjan

Breki Karlsson: Kaup KS á Kjarnafæði norðlenska hvorki bændum né neytendum til hagsbóta

Eyjan
Sunnudaginn 25. ágúst 2024 08:00

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Kjarnafæði norðlenska voru hvorki bændum né neytendum til hagsbóta eins og verið hefði ef ákvæði samkeppnislaga hefðu verið látin gilda um þau, Rekstur Kjarnafæðis norðlenska gekk vel en himinhár fjármagnskostnaður var að sliga það eins og alla aðra á Íslandi sem ekki hafa aðgang að erlendu lánsfé. Kaupfélag Skagfirðinga býr við annan veruleika, er eitt stærsta útgerðarfélag landsins og fjármagnar sig i erlendri mynt á miklu lægri vöxtum en fyrirtækin sem þurfa að synda í krónuhagkerfinu hafa aðgang að. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Hlýða má á brot úr þættinum hér:

Markaðurinn  -  Breki Karlsson - 4.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Breki Karlsson - 4.mp4

Breki bendir á að þegar Kaupfélag Skagfirðinga keypti Kjarnafæði norðlenska hafi forstjóri Kjarnafæðis komið og sagt opinberlega að reksturinn gengi frábærlega eftir sameiningu Kjarnafæðis og Norðlenska, en sú sameining var á grundvelli samkeppnislaga. „Eini Akkilesarhællinn hjá þeim var fjármögnunarkostnaður. Þess vegna var fyrirtækið svo selt til KS fram hjá samkeppnislögum og ekki til hagsbóta fyrir neytendur eða fyrir bændur, sem samkeppnislögin hefðu tryggt og hefðu leyft með ákveðnum skilyrðum til hagsbóta fyrir bændur og neytendur en þeir þurfa ekki að gæta að því.“

„Fjármagnskostnaðurinn sem var að sliga Kjarnafæði norðlenska er náttúrlega að sliga alla aðra sem ekki hafa aðgang að erlendu lánsfé.“

Já, þetta kemur auðvitað fram í verðlagi.

„Já, við sjáum það náttúrlega að Kaupfélag Skagfirðinga er eitt stærsta útgerðarfélag landsins, mjög stöndugt fyrirtæki og skuldar lítið í íslenskri krónu og getur þar af leiðandi gleypt upp fyrirtæki sem þurfa að reyna að synda í krónuhagkerfinu.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir að Kristrún ætli ekki að láta neinn vafa leika á því hvernig hún metur Dag B. Eggertsson

Segir að Kristrún ætli ekki að láta neinn vafa leika á því hvernig hún metur Dag B. Eggertsson
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vestræn gildi andspænis lögmáli frumskógarins

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vestræn gildi andspænis lögmáli frumskógarins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
Hide picture