fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Eyjan

Óvænt tíðindi varðandi auð Donald Trump

Eyjan
Fimmtudaginn 22. ágúst 2024 08:00

Donald Trump Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áður en Donald Trump hellti sér út í stjórnmál var hann einna þekktastur fyrir að eiga mikið af peningum, að minnsta kosti sagðist hann eiga mikið af þeim.

Það leikur svo sem enginn vafi á að hann er vel efnum búinn en eins og með svo margt annað sem Trump segir, þá er ekki alltaf hægt að ganga að því vísu að hann segi satt.

Nú hefur CNN fengið yfirlit yfir fjárfestingar Trump. Í því kemur fram að hann á rafmynt að verðmæti sem svarar til 130 milljóna íslenskra króna til 660 milljóna.

Það er rafmyntin Etherum sem um ræðir en verðmæti hennar hefur vaxið mikið á nokkrum árum. Fáir áttu kannski von á að Trump léti að sér kveða á rafmyntamarkaðnum.

Trump hefur einnig grætt tæpan milljarð á réttindum varðandi rafræn safnkort, svokölluð NFT, en þetta eru einstök rafræn kort á borð við ljósmyndir.

Það sama gildir um NFT og rafmynt að þetta eru fjárfestingar sem ekki er hægt að festa hönd á. Margar slíkar hafa öðlast miklar vinsældir á síðustu árum en hafa einnig sætt gagnrýni fyrir að vera ótraustar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata