fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Formaður Neytendasamtakanna: Háir stýrivextir virka ekki – fjármagnseigendur maka krókinn og almúginn hrekkst í verðtryggð lán

Eyjan
Fimmtudaginn 22. ágúst 2024 19:00

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hástýrivaxtastefna Seðlabankans hefur beðið skipbrot vegna þess að ekki hefur dregið úr verðbólguvæntingum og einkaneysla hefur ekki dregist saman. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir háa vexti Seðlabankans gera það að verkum að fjármagnseigendur maki krókinn og skuldandi almúginn neyðist til að flýja inn í verðtryggð lán. Hann segir að hér á landi sé þrefalt peningakerfi. Við séum með óverðtryggða krónu og verðtryggða krónu og svo sé meira en 40 prósent hagkerfisins farið út úr krónunni í erlenda mynt. Við þessar aðstæður séu stýrivextir gagnslaust tól fyrir Seðlabankann. Breki er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Hægt er að hlýða á brot úr þættinum hér:

Markaðurinn  -  Breki Karlsson - 1.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Breki Karlsson - 1.mp4

„Það er ljóst að ef væntingar til verðbólgu eru hærri núna heldur en áður þá hefur þessi stefna með háa stýrivexti beðið skipbrot,“ segir Breki.

Já, svo er ljóst að þessir háu stýrivextir búa til snjóhengju á íbúðamarkaði, það dregur úr framboði og verðsprengja í gangi.

„Já, nú þegar, miðað við úreltar kannanir þá erum við í skuld upp á 12 þúsund íbúðir hér á höfuðborgarsvæðinu. Eftir þrjú ár verð 17 þúsund íbúðir í skuld. Það er talað um að við þurfum að byggja um 90 þúsund íbúðir á næstu 15 árum. Á síðustu 15 árum byggðum við 19 þúsund íbúðir þannig að þarna er gífurleg þensla og á meðan heldur íbúðaverð áfram að hækka sem síðan eykur verðbólgu, sem síðan þrýstir Seðlabankanum í hærri stýrivexti sem síðan þrýstir upp verði á íbúðum. Þetta er bara eins og hundur sem bítur í skottið á sér,“ segir Breki.

Hann segir að miðað við þá stefnu sem Seðlabankinn fylgir virðist sem engin leið sé út úr þessu, ætli Seðlabankinn að halda áfram á sömu braut. „Það sem skortir líka á, finnst mér, þegar Seðlabankinn tilkynnti að hann ætlaði ekki að breyta stýrivöxtum, það skortir algerlega framtíðarsýn; hvað þarf að gerast og hvað þurfum við að gera til þess að lækka verðbólgu til þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti til þess að hinn skuldandi almúgi þurfi ekki að bera byrðarnar einn af stýrivöxtum.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Breki bendir á að Seðlabankinn tali um að einkaneysla hafi ekki dregist saman þrátt fyrir þessa háu stýrivexti í langan tíma. „Það þýðir þá bara það að stýrivextirnir eru ekki að bíta. Þetta skiptir fjármagnseigendur ekki máli, þeir bara maka krókinn í þessu ástandi, og svo er fólk bara, hinn skuldandi almúgi, að flýja aftur inn í verðtryggð lán og ýta á undan sér snjóhengjunni fram í framtíðina.“

Er það ekki akkúrat málið að meðan við erum með þessa verðtryggingu þá ákveður fólk eða neyðist til að færa sig yfir í verðtryggt þannig að vaxtatækið í þessu tvöfalda peningakerfi okkar er bara gagnslaust tæki?

„Þú talar um tvöfalt, ég segi þrefalt þegar 40 prósent af hagkerfinu er fyrir utan krónukerfið. Síðan erum við með óverðtryggða krónu og svo með verðtryggða krónu þannig að við erum með þrefalt kerfi. Og svo erum við alltaf með einhverja plástra til að laga það – verðtryggingin er alveg fín og flott ef það væru ekki svona háir vextir. Á hinn bóginn þyrfti enga verðtryggingu ef vextir væru á pari við það sem gerist og gengur í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við,“ segir Breki Karlsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK
Hide picture