fbpx
Miðvikudagur 21.ágúst 2024
Eyjan

Play flýgur til Álaborgar

Eyjan
Miðvikudaginn 21. ágúst 2024 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Álaborgar í Danmörku. Fyrsta flugið til Álaborgar verður 7. júní 2025 en flogið verður alla þriðjudaga og laugardaga fram að 26. ágúst.

Álaborg er sjarmerandi borg í norðurhluta Jótlands. Hún er fjórða stærsta borg Danmerkur og mjög vinsæll ferðamannastaður vegna sögu sinnar, fallegra garða og spennandi menningarlífs.

Álaborg er þriðji áfangastaður Play í Danmörku en fyrir flýgur Play til Kaupmannahafnar allan ársins hring og til Billund yfir sumarmánuðina. Allir þessir staðir í Danmörku falla vel að tengiflugsleiðakerfi Play til áfangastaða í Norður-Ameríku, þar á meðal Boston, New York, Washington DC, Baltimore og Toronto.

Play flýgur til hátt í fjörutíu áfangastaða en auk áfangastaða í Norður-Ameríku flýgur félagið til vinsælustu borga Evrópu og er með glæsilega sólarlandaáætlun um sunnanverða álfuna.

Hjá Play starfa um 500 manns en floti félagsins telur 10 farþegaþotur úr Airbus A320 fjölskyldunni.

„Við erum virkilega ánægð að fjölga áfangastöðum okkar í Danmörku og geta þannig boðið þeim fjölda Íslendinga sem þar býr upp á hagkvæman kost til að komast til Íslands að heimsækja fjölskyldu og vini. Tengiflugið okkar til Norður-Ameríku mun einnig verða góð viðbót fyrir íbúa Álaborgar. Þetta eru því góðar fréttir fyrir þann stóra hóp fólks sem býr í vesturhluta Danmerkur og að sjálfsögðu Íslendinga sem vilja komast þangað í frí,” segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

U-beygja hjá Ten Hag
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vinnan átti allan hug Páls – „Meðan vinnan var svona stór partur af lífinu fór lífið að öðru leyti fram hjá manni“

Vinnan átti allan hug Páls – „Meðan vinnan var svona stór partur af lífinu fór lífið að öðru leyti fram hjá manni“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Það má jafnt virða söguna og læra af henni

Sigmundur Ernir skrifar: Það má jafnt virða söguna og læra af henni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Akureyrarbær lækkar loks gjaldskrárnar

Akureyrarbær lækkar loks gjaldskrárnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu: Ekki verið að leggja af samræmd próf heldur stórauka vægi þeirra og virkni

Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu: Ekki verið að leggja af samræmd próf heldur stórauka vægi þeirra og virkni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton BIeltvedt skrifar: Aðferðafræði fáránleikans – Húsnæðiskostnaður hækkar vísitölu, sem hækkar verðbólgu og vexti – afleiðingin: of dýrt að byggja til að lækka húsnæðiskostnað!

Ole Anton BIeltvedt skrifar: Aðferðafræði fáránleikans – Húsnæðiskostnaður hækkar vísitölu, sem hækkar verðbólgu og vexti – afleiðingin: of dýrt að byggja til að lækka húsnæðiskostnað!
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað á að gera við skakka heildarmynd?