fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
EyjanFastir pennar

Steinunn Ólína skrifar: Stjórnleysinu allt

Eyjan
Föstudaginn 2. ágúst 2024 06:00

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mynd: Kári Sverrisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fróður maður sagði mér að sumarið í Reykjavík hæfist um helgina. Ég er svo auðtrúa að ég hef varið undanförnum dögum í tiltektir svo ég geti haldið upp á það ef það kemur.

Það hefur reyndar ekkert verið að veðri, grátt en hlýtt og ég læt það ekki trufla mig þótt hann rigni. Þetta er stillingaratriði innra með manni. Lætur maður allt í ytra umhverfinu sveifla sér til og frá eða lætur maður það sig engu varða?

Gefurðu vanstilltum umboð til að eyðileggja fyrir þér daginn eða finnurðu til með viðkomandi og þakkar fyrir að vera ekki í þeirra sporum?

Þegar heimurinn virðist á heljarþröm er þá nokkrum til gagns að leggjast undir feld með heimsverk og kvíða? Er þá ekki bara viturlegast að reyna að vera sæmilegur við þá sem eru manni næstir? Það er í það minnsta gott að hreyfa orkuna áfram en láta ekki það sem maður ræður ekki við draga úr sér máttinn. Allt fer eins og það á að fara.

Nú mun sennilega gjósa enn á ný, ein birtingarmynd þeirrar staðreyndar að frú hæstráðandi, móðir náttúra er auðvitað algjörlega stjórnlaus og allar tilraunir mannanna til að stjórna henni frámunalega vitlausar. En þannig er tilveran öll, ég man ekki eftir því að hafa nokkurn dag lifað fullkomlega eftir eigin höfði. Alltaf skal eitthvað verða til þess að maður þurfi að lúta vilja tilviljana, annars fólks, breyttra aðstæðna og svo framvegis. Það er hægt að mæta slíku með vonbrigðum og geðvonsku eða brosa bara út í annað og hafa gaman af stjórnleysinu, því óvænta! Lifi stjórnleysið og hið síkvika, óútreiknanlega líf!

Ég eignaðist óvæntan hugleiðslufélaga í vikunni, því þegar ég opnaði augun sat fluga á glugganum og gekk í hægðum sínum fram og til baka. Ég ákvað að gefa henni gaum og fara ekki fram úr fyrr en hún færi. Að vanda læddust hugsanir ýmis konar að mér en ég hef lært að hugsanir eru eins og fuglar sem fljúga hjá ef maður streitist ekki á móti. Við áttum náðuga stund saman flugan og ég og þegar hún loks flaug í burt, voru liðnar góðar tuttugu mínútur, langur tími í hennar lífi, svo ég þakkaði henni örlætið í minn garð og hélt inn í daginn með kyrran huga í stjórnlausum heimi.

Nú höfum við eignast nýjan forseta, það er nýtt upphaf og tækifæri fyrir okkur öll að leggja henni lið í góðum verkum og kalla hana til hjálpar ef mikið liggur við. Forseti er embættismaður þjóðarinnar, erindreki okkar. Megi Höllu ganga vel í embættinu.

Nú ætla ég að skúra gólfin og með hálsklút við starfann að sjálfsögðu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Fóstbræðrasaga síðari tíma upplausnar

Sigmundur Ernir skrifar: Fóstbræðrasaga síðari tíma upplausnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Fimmtugastaogfyrsta ríkið

Óttar Guðmundsson skrifar: Fimmtugastaogfyrsta ríkið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Ríkisstjórn á skilnaðarbraut

Óttar Guðmundsson skrifar: Ríkisstjórn á skilnaðarbraut
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Eins og farsi eftir Dario Fo

Svarthöfði skrifar: Eins og farsi eftir Dario Fo
EyjanFastir pennar
03.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skuggasundið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skuggasundið
EyjanFastir pennar
29.09.2024

Björn Jón skrifar: Að vera menningarríki

Björn Jón skrifar: Að vera menningarríki
EyjanFastir pennar
26.09.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Töframeðal stjórnmálanna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Töframeðal stjórnmálanna
EyjanFastir pennar
22.09.2024

Björn Jón skrifar: Ísbirnir og aðrar fjarlægar skepnur

Björn Jón skrifar: Ísbirnir og aðrar fjarlægar skepnur