fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Eyjan

Fyrrum stórkaupmaður leggur til róttækar aðgerðir til að bæta hag fátækra á Íslandi

Eyjan
Föstudaginn 2. ágúst 2024 11:33

Jóhann J. Ólafsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann J. Ólafsson fyrrverandi stórkaupmaður ritar ítarlega grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann leggur til að íslenska ríkið og sveitarfélög dreifi stórum hluta af eignum sínum til efnaminni íbúa landsins til að bæta hag þeirra og auka þannig jöfnuð.

Jóhann rak lengi heildsöluna Jóhann Ólafsson & Co og virðist hafa efnast ágætlega en í frétt MBL frá 2020 segir að þá hafi Jóhann og kona hans sett 377,6 fermetra einbýlishús sitt á sölu en húsið var afar vandað og búið fögrum húsgögnum og listaverkum.

Jóhann sem einnig er lögfræðingur andmælir þeim hugmyndum að sett verði inn í stjórnarskrána ákvæði um að náttúruauðlindir skuli teljast vera þjóðareign:

„Þetta ákvæði á ekkert erindi inn í stjórnarskrána. Ákvæðið myndi þrengja alla meðferð og forræði ríkisvaldsins á þessum stóra málaflokki. Fullveldisréttur ríkisins getur leyst öll mál er snerta auðlindir í landinu.“

Jóhann bendir á að um gríðarlegar eignir sé að ræða þegar kemur að náttúruauðlindum Íslands og öðrum opinberum eignum. Hann segir að eignum fylgi vald og það sé ekki óðelilegt að þær séu sem mest í höndum einstaklinga. Það sé ólýðræðislegt að ríkisvaldið fari með slíkt vald til viðbótar við löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald:

„Þar sem ríkisvaldið á allar eignir hafa einstaklingar nánast engin völd.“

Misskiptingin

Jóhann gerir sér þó fulla grein fyrir að eignum einstaklinga er oftast misskipt með þeim afleiðingum að ríkið og efnaðir einstaklingar hafa yfirráð yfir nánast öllum eignum og eftir sitji stór hópur snauðra manna. Hann segir að slík staða sé ekki fjarri lagi því sem viðgangist í íslensku samfélagi í dag:

„Fullyrt er að eignadreifing sé nógu mikil og góð í okkar landi, betri en annars staðar. Það má þó mjög draga í efa, alla vega æskilegt að gera mun betur.“

Til að bæta efnahagslega stöðu fátækra leggur því Jóhann til að stórum hluta opinberra eigna verði deilt til fátækari landsmanna og auka þannig jöfnuð og valddreifingu:

„Jöfnum völd, eignir í þjóðfélaginu, og gerum eignarrétt almennari. Aðalreglan þarf að verða sú að eignir og eignarréttur verði sem mest á höndum einstaklinga með tiltölulegum jöfnuði. Ekki algjörum jöfnuði, það er óraunhæft. Við höfum einstakt tækifæri núna til að koma slíkri stefnu í framkvæmd. Svo hagar til á Íslandi að heildareignir þjóðarinnar eru ekki að meirihluta í höndum efnamanna heldur á höndum hins opinbera ríkis og sveitarfélaga.“

Allir í eigin húsnæði

Jóhann segir margar leiðir færar til að gera þetta. Hægt sé að selja eignirnir og leggja andvirðið í sérstakan jöfnunarsjóð og úthlutað verði úr honum í öfugu hlutfalli við efnahag fólks þ.e.a.s. að því minna sem þú átt því meira fáirðu úr sjóðnum. Þessir fjármunir eigi ekki að flokkast sem tekjur heldur sem eign þeirra sem fái úthlutað úr sjóðnum sem geti síðan notað eignina til að ávakxta hana og styrkja tekjugrunn sin.

Eignajöfnun verði í þjóðfélaginu og þar með ekki þörf fyrir hið opinbera að skerða skattheimtu eða minnka velferðarþjónustu:

„Stefnt verði að því að hver fjölskylda eigi sitt eigið húsnæði skuldlaust, bíl og lífeyrissjóð. Einnig varasjóð til að mæta áföllum og kosta menntun.“

Jóhann segir að aukinn eignaréttur einstaklinga muni stórefla stöðu þeirra og völd í þjóðfélaginu og gera þá sjálfstæðari og virkari. Hann hefur ekki mikla trú á að margir muni fara illa með það fé sem þeim yrði úthlutað en þar sem um opinbert fé væri að ræða yrði hægt að setja ýmis skilyrði áður en fólki yrði afhent féð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi