fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Eymdarleg samkoma hjá Vinstri grænum

Eyjan
Sunnudaginn 18. ágúst 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að flokksráðsfundur Vinstri grænna sem haldinn var í Keflavík um helgina hafi meira minnt á líkvöku eða húskveðju við andlát heldur en baráttufund stjórnmálaflokks.

Viðtöl sem birst hafa í fjölmiðlum við Guðmund Inga Guðbrandsson, formann flokksins, hafa verið eymdarleg og sýnt bugaðan formann en ekki galvaskan leiðtoga eins og flokkurinn þyrfti sannarlega á að halda um þessar mundir þegar allar skoðanakannanir mæla fylgi hans þannig að hann fengi engan fulltrúa kjörinn á Alþingi. Hann talar um að flokkurinn þurfi að horfast í augu við hrun í fylgi en nýjustu Gallup-mælingar sýna stuðning sem nemur 3,5 prósent. Flokkurinn hóf þetta ríkisstjórnarsamstarf með 17 prósenta stuðningi kjósenda í kosningum árið 2017. Síðan eru liðin sjö ár í ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokki og Framsókn sem virðist ætla að ganga að honum dauðum.

 

Guðmundur Ingi talaði á flokksráðsfundinum um það annað hvort þyrfti að pakka saman eða byggja flokkinn upp að nýju. Vitanlega verður það reynt af veikum mætti. En hvers vegna ætti uppbygging að takast? Það eru engin rök sem mæla með því. Flokkurinn hefur svikið kjósendur sína og og horfið frá flestum loforðum og yfirgefið grunnstefnu og baráttumál til þess eins að geta tryggt valdastóla fyrir ráðherra sína og fáeina þingmenn. Flokkurinn hefur gleymt grænum áherslum og þykir ekki hafa gætt hagsmuna vinstra fólks og þeirra sem verst eru settir. Orðið á götunni er að Sósíalistaflokkur Íslands taki við þeim hlutverkum og muni koma í stað Vinstri grænna með setu á Alþingi eftir næstu kosningar.

Vinstri græn eru óþörf. Það er ekkert ákall kjósenda lengur eftir þjónustu flokksins við kjósendur. Hann fékk sín tækifæri, notaði þau illa og sveik kjósendur sína sem hafa snúið sér annað. Ekki síst til Sósíalistaflokks Íslands sem ætlar að bjóða fram í Reykjavík hinn vinsæla og virta borgarfulltrúa, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, sem gæti rutt brautina inn á þing fyrir flokkinn.

Völd Vinstri grænna í þjóðfélaginu hafa verið mikil síðustu 15 árin en afrekin eru takmörkuð. Árin 2009 til 2013 myndaði flokkurinn vinstri stjórn með Jóhönnu Sigurðardóttur þar sem þáverandi formaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon, var fjármálaráðherra og mesti valdamaður þeirrar stjórnar. Eftirmælin um þá ríkisstjórn eru jafnan á þann veg að hún sé trúlega versta ríkisstjórn lýðveldissögunnar. Enda hrundi fylgi stjórnarflokkanna í kjölfar valdatíðar hennar. Steingrímur J. valdi að víkja úr formannsstóli og hleypa varaformanni sínum að og þá tók Katrín Jakobsdóttir við formennsku. Með því tókst að koma í veg fyrir að Vinstri græn féllu út af þingi í kosningunum 2013. Þá komst Morgunblaðið svo ósmekklega að orði að flokkurinn hefði fengið sér „gluggaskraut“ þótt síðar hafi komið á daginn að blaðið sá vart sólina fyrir Katrínu Jakobsdóttur, einkum þegar hún vildi verða forseti Íslands en hafði ekki erindi sem erfiði þrátt fyrir dyggan stuðning Morgunblaðsins.

Vinstri græn komust aftur til valda í lok árs 2017 og þá varð til sú vinstri stjórn sem enn situr, lengst af undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna þar til hún fylltist hátignarkomplex og vildi verða forseti Íslands og valdi að hverfa af vettvangi stjórnmála og skilja flokk sinn eftir rúin trausti og fylgi. Allir vita hvernig fór um sjóferð þá. Og nú kemur upp á yfirborðið að framboð Katrínar á í mesta basli með að ná endum saman varðandi kostnað við framboðið sem var miklu meiri en hjá öðrum frambjóðendum. Hún var með fínustu og dýrustu auglýsingarnar, einkum sjónvarpsauglýsingar, opnaði kosningaskrifstofu á einu dýrasta götuhorni borgarinnar og stóð almennt fyrir mikilli og kostnaðarsamri kosningabaráttu. Orðið á götunni er að enn vanti 40 milljónir króna til að ljúka uppgjöri á kostnaði framboðsins sem er miklu meira en látið hefur verið í veðri vaka.

Orðið á götunni er að nú blasi við arfleifð formannanna Steingríms J. og Katrínar hjá Vinstri grænum. Fyrrum stuðningsmenn flokksins, sem hafa snúið sér annað, líta þannig á að í formannstíð þeirra hafi flokkurinn horfið frá grunngildum sínum og grundvallarstefnu og breyst í valdastreituflokk til að sinna þröngum hagsmunum ráðherra og þingmanna flokksins sem hafi verið tilbúnir að fórna stefnunni fyrir mjúka valdastóla.

Orðið á götunni er að hjá Vinstri grænum sé nú komið að skuldadögum vegna svika flokksins við stefnu sína og kjósendur. Þá koma í hug hendingar úr vísu Guðmundar Böðvarssonar, sem var bóndi, skáld og einlægur sósíalisti: „… hefnist þeim er svíkur sína huldumey, honum verður erfiður dauðinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Boða til blaðamannafundar á morgun

Boða til blaðamannafundar á morgun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina

Stjórnarsáttmáli verður kynntur um helgina