fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Eyjan

Vinnan átti allan hug Páls – „Meðan vinnan var svona stór partur af lífinu fór lífið að öðru leyti fram hjá manni“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 17. ágúst 2024 14:30

Páll Magnússon Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var með í að búa til Stöð 2 á sínum tíma og var lengi þar bæði sem fréttastjóri og forseti Íslenska útvarpsfélagsins og þetta voru slagsmál alltaf. Svo var ég útvarpsstjóri í átta ár og þetta eru ekkert sérstaklega friðsælir vinnustaðir, sérstaklega þegar maður er kominn í stjórnendapartinn,“

segir Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, en hann  starfaði áratugum saman í fjölmiðlum,meðal annars fréttastjóri og útvarpsstjóri. Hann hefur einnig setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 

Í viðtali við Sigurlaugu Jónasdóttur í Segðu mér á Rás 1 segir Páll að vinnan hafi átt hug hans allan lengi vel. „Sérstaklega á þessum frumbýlingsárum á Stöð 2. Ég las til dæmis fréttir á hverju kvöldi, sjö daga vikunnar, vetur, sumar, vor og haust í mörg ár. Sem var náttúrulega bara rugl.“

„Á meðan vinnan var svona stór partur af lífinu fór lífið að öðru leyti fram hjá manni. Ég held til dæmis að ég hafi verið skárri pabbi fyrir yngstu börnin mín heldur en eldri börnin, skárri afi fyrir yngstu barnabörnin en elstu,“ segir segir Páll. 

„Ég vara oft ungt fólk við að gera vinnuna að stórum hluta af sjálfsmynd sinni. Margir sjá sjálfa sig í gegnum vinnuna og ég gerði það lengi. Maður er þetta sem maður er að gera. Svo ef maður hættir, vinnan er allt í einu farin, þá máttu ekki vera að tapa parti af sjálfsmyndinni.“

Páll segist fylgjast vel með samfélagsmálum þrátt fyrir að hafa kvatt stjórnmálin.

„Mér finnst gaman að fylgjast með og hef óumbeðnar skoðanir á allskonar málum, bæði í fjölmiðlum og pólitík. Þú losnar ekkert við þetta ef þú ert búinn að vera í 40 ár eða meira í fjölmiðlum. Þú slekkur ekkert á því. Þó ég taki vara af því að fólk geri starfið að þeim sjálfum eða sjálfsmynd sinni þá er þetta þess eðlis að þú losnar aldrei.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu

Jón stefnir ekki á formannsframboð – Ósáttur við Þórdísi Kolbrúnu og sakar hana um vanvirðingu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hreinsanir halda áfram hjá Sýn – Yfir­maður aug­lýsinga­mála stígur til hliðar

Hreinsanir halda áfram hjá Sýn – Yfir­maður aug­lýsinga­mála stígur til hliðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingmaður Miðflokksins er Íslandsmeistari í bekkpressu

Þingmaður Miðflokksins er Íslandsmeistari í bekkpressu