fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Eyjan

Skólamál: Á bilinu 4-600 börn á skólaskyldualdri eru alls ekki í skóla hér á landi

Eyjan
Laugardaginn 17. ágúst 2024 08:00

Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að á milli 400 og 600 börn á skólaskyldualdri séu alls ekki skráð í skóla hér á landi. Nýr heildstæður gagnagrunnur um alla nemendur á Íslandi mun auðvelda mjög utanumhald í þessum efnum, auk þess sem gagnagrunnurinn verður mikilvægt tæki fyrir kennara til að meta árangur af sínum aðferðum og kennsluháttum, jafnframt því að styðja mjög við framkvæmd nýs samræmds matsferils, sem verið er að taka upp í grunnskólum. Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri nýstofnaðrar Miðstöðvar mennta og skólaþjónustu, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlýða á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Thordis Jona Sigurdardottir - 2.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Thordis Jona Sigurdardottir - 2.mp4

„Við höfum síðustu misserin verið að undirbúa gagnagrunn, sem hefur fengið nafnið Frigg, að það er í fyrsta skipti á Íslandi þá heildstæður gagnagrunnur um alla nemendur á Íslandi,“ segir Þórdís Jóna.

Hún nefnir skólaskylduna hér á landi. „Í dag er það þannig að hvert og eitt sveitarfélag rekur sinn skóla en það er hvergi heildaryfirsýn yfir það hvort öll börn séu í skóla. Það er gríðarleg vinna farin af stað í öllum sveitarfélögum við að leita að börnum, sem eru með lögheimili þar en finnast ekki skráð í skólum. Þá er spurningin: eru þau komin í annað sveitarfélag? Það fæst ekki þessi heildaryfirsýn. Það hefur verið talað um að á bilinu 4-600 börn á ári séu ekki í skóla.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Hún segir að þetta hlutfall sé mjög hátt. Gera megi ráð fyrir að mikill meirihluti þessara barna sé með erlendan bakgrunn en vitað sé að þetta einskorðist ekki við þann hóp. Hún segir heildstæðan gagnagrunn gefa mun betri yfirsýn yfir þessi mál. Einnig geri gagnagrunnurinn matsferilinn mögulegan. Þarna verði allar upplýsingar um börnin og ef börn mæti ekki í skólann sé hægt að fylgja því eftir. Gagnagrunnur af þessu tagi gefi færi á að börn fái viðeigandi aðstoð og stuðning og rétt megi ímynda sér hve mikla fjármuni megi spara með því að hægt sé að grípa inn í og veita stuðning í stað þess að vandinn fái að vaxa með barninu og verði mögulega óyfirstíganlegur.

„Með þessum matsferli og með þessum gagnagrunni þar sem við getum safnað þessum upplýsingum og líka þá geta kennarar skoðað betur áhrif af sínum störfum og hugsanlega einhverjum tilraunaverkefnum og kennsluháttum og líka þær íhlutanir sem hvert og eitt barn er að fá, hvort þær séu að skila árangri og þá eru mælingarnar svona ótt og títt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“
Hide picture