fbpx
Föstudagur 16.ágúst 2024
Eyjan

Fjártæknifyrirtækið YAY aðstoðar við dreifingu bótagreiðslna í Kanada

Eyjan
Föstudaginn 16. ágúst 2024 12:56

Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri YAY.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska fjártæknifyrirtækið YAY, sem á og rekur YAY gjafabréfakerfið og sá meðal annars um Ferðagjöfina fyrir íslenska ríkið, hefur nú gert samkomulag við kanadíska fyrirtækið SEP (Smart Everyday People) um dreifingu bótagreiðslna.

Samkomulagið snýst um dreifingu á svokölluðum HSA-greiðslum (Health Spending Accounts), sem eru fjármunir sem eru hluti af launum starfsmanna og má nota til að greiða fyrir læknis- og heilsuþjónustu. HSA-greiðslur eru skattfrjálsar og njóta mikilla vinsælda í Norður-Ameríku.

„Þetta er mjög útbreitt í allri Ameríku og því gríðarlega stór markaður,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri YAY.

Núverandi kerfi á markaðnum byggja flest á svokölluðum „out of pocket“ greiðslum, þar sem starfsmaður greiðir fyrir þjónustu úr eigin vasa, fær kvittun og síðan endurgreiðslu, svipað og hjá stéttarfélögum á Íslandi. Með YAY kerfinu er hins vegar auðvelt að skilgreina hvar notandinn getur notað inneignir sínar, hvort sem það eru gjafabréf eða aðrar inneignir. Í HSA greiðir atvinnurekandi inn á HSA reikning og YAY sér til þess að inneignin nýtist eingöngu í læknis- og heilsuþjónustu.

„Við höfum síðasta eitt og hálft ár unnið í Kanada, lært mikið og þurft að bregðast við ýmsum áskorunum. En nú er ljóst að varan okkar er að fá góðar viðtökur og við getum nú einbeitt okkur að vexti,“ segir Ari.

Hann segir að fyrirtækið sé um þessar myndir að styrkja sig enn frekar og setja upp söluteymi víðar í Kanada. ,,Hingað til höfum við verið með samstarfsaðila í Alberta fylki, en nú erum við að setja upp teymi í Ontario fylki. Með þessu nýja samkomulagi mun YAY hjálpa SEP að einfalda og bæta dreifingu HSA-greiðslna í Kanada, sem mun auka þægindi og hagkvæmni fyrir bæði starfsmenn og vinnuveitendur. Þetta samstarf styrkir stöðu YAY á alþjóðlegum fjártæknimarkaði og er mikilvægt skref í áframhaldandi vexti fyrirtækisins,“ segir Ari ennfremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Össur hæstánægður með sérfræðinga RÚV – „Af minni eigin sjálfumgleði minntu þau á sjálfan mig þegar ég fæ að tala um urriða!“

Össur hæstánægður með sérfræðinga RÚV – „Af minni eigin sjálfumgleði minntu þau á sjálfan mig þegar ég fæ að tala um urriða!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Mörg ríki hanga milli vonar og ótta á húninum í Brussel
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn segir málflutning Ögmundar ömurlegan – „Vladimír Pútín Rússlandsforseti gaf fyrirmælin um tilefnislausa og ólögmæta innrás í Úkraínu“

Björn segir málflutning Ögmundar ömurlegan – „Vladimír Pútín Rússlandsforseti gaf fyrirmælin um tilefnislausa og ólögmæta innrás í Úkraínu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“

Ragnar Þór sýnir myndir sem slá vopnin úr höndum ráðherra – „Eignarhald kennir ekki virðingu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ekki spurning um hjartalag heldur leiðaval

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ekki spurning um hjartalag heldur leiðaval
Eyjan
Fyrir 1 viku

Einn af forverum Ásmundar Einars lætur hann heyra það – Segir sorglegt og alvarlegt hvernig haldið sé á málefnum grunnskóla

Einn af forverum Ásmundar Einars lætur hann heyra það – Segir sorglegt og alvarlegt hvernig haldið sé á málefnum grunnskóla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svona getur Joe Biden orðið versta martröð Repúblikana á síðustu mánuðum sínum í embætti

Svona getur Joe Biden orðið versta martröð Repúblikana á síðustu mánuðum sínum í embætti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón segir samgöngumál í algjörum ólestri og leggur til úrbætur

Jón segir samgöngumál í algjörum ólestri og leggur til úrbætur