fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Akureyrarbær lækkar loks gjaldskrárnar

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 16. ágúst 2024 17:30

Frá Akureyri. Mynd tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur ákveðið að lækka gjaldskrárhækkanir niður í 3,5 prósent eins og lofað hafði verið í vor. Breytingin tekur gildi 1. september.

DV greindi frá því á miðvikudag að ólga væri á Akureyri vegna þess að boðaðar hækkanir hefðu ekki gengið eftir. Rætt var við bæði formann verkalýðsfélagsins Einingar-iðju og fulltrúa minnihluta í bæjarstjórn sem sögðu málið alvarlegt og að hinar miklu hækkanir síðustu áramót, frá 7,5 upp í 13,2 prósent, myndu koma verst niður á barnafólki og þeim sem minnst hafa á milli handanna. En sveitarfélögin öll höfðu lofað að hækka ekki gjaldskrár meira en 3,5 prósent eftir nýgerða kjarasamninga, til að halda verðbólgunni niðri.

Sjá einnig:

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“

Á fundi bæjarráðs í gær var það samþykkt að draga úr hækkunum og tekur það gildi um næstu mánaðamót. Að sögn formanns bæjarráðs hafði það einnig verið rætt að halda núverandi hækkunum en hækka ekkert um næstu áramót, en sú leið var að lokum ekki farin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK