Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, skorar á sveitastjórnamenn vítt og breitt um landið að standa við gefnar viljayfirlýsingar í aðdraganda síðustu kjarasamninga og hækka ekki gjaldskrár fyrir árið 2024 umfram 3,5% og endurskoða þau tilvik þar sem hækkanir hafa farið umfram það. Átti sérstaklega að horfa til til gjaldskráa er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu og skyldi einnig stilla gjaldskrárhækkunum í hóf eins og nokkur kostur er á samningstímanum.
„Skýrara verður það ekki og ég trúi ekki að sveitarstjórnir sumra sveitafélaga ætli og vogi sér að svíkja launafólk með því að standa ekki við gefin loforð,“ segir Vilhjálmur í færslu á Facebook-síðu sinni en tilefnið er frétt DV af ólgu vegna gjaldskráa á Akureyri. Gjaldskrár bæjarfélagsins voru hækkaðar um 7,5-9% um áramótin en hafa ekki lækkað eins og viljayfirlýsingar kváðu um. Sögðu viðmælendur að hætti væri á að samningar myndu hreinlega losna ef ekki yrði staðið við gefin loforð.
Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs Akureyrbæjar, sagði hins vegar að málið væri í vinnslu og benti á að önnur stór bæjarfélög, eins og Mosfellsbær, Kópavogur og Garðabær, drægju einnig lappirnar varðandi lækkanir.
Vilhjálmur segist hafa brugðið við að lesa þessar útskýringar Heimis.