Landsvirkjun hefur gert Reykjavíkurborg óskuldbinandi tilboð í Toppstöðina í Elliðaárdal, með það í huga að starfrækja þar höfuðstöðvar sínar. Tilboðið hljóðar upp á um 725 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu fyrirtækisins.
Landsvirkjun þurfti að rýma höfuðstöðvar sínar við Háleitisbraut 68 á síðasta ári vegna myglu og hefur síðan verið ákveðið að selja það húsnæði. Starfsemi fyrirtækisins fluttist í kjölfarið í leiguhúsnæði við Katrínartún 2 en undanfarið hefur fyrirtækið verið að leita að heppilegri staðsetningu fyrir framtíðarhöfuðstöðvar