fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Ólga vegna gjaldskráa á Akureyri – „Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 15:00

Gjaldskrár hækkuðu almennt um 7,5-9 prósent og sumar meira.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formaður verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju og oddvitar flokka í minnihluta bæjarstjórnar Akureyrar gagnrýna meirihlutann harkalega fyrir að hafa ekki lækkað gjaldskrár eins og lofað var í vor. Miklar hækkanir tóku gildi um áramót en formaður bæjarráðs segir að lækkanir verði brátt gerðar.

„Þetta bitnar á því fólki sem lægst hafa launin,“ segir Anna Júlíusdóttir, formaður Einingar-Iðju sem er stærsta verkalýðsfélagið á Akureyri, um það að gjaldskrár hafi ekki enn þá verið lækkaðar.

Um áramót voru gjaldskrár bæjarins hækkaðar almennt um á bilinu 7,5 til 9 prósent. Gjaldskrá 8,5 tíma vistunar í leikskólum með fæði hækkaði um 13,2 prósent. Í vor var samþykkt að hækkanir yrðu ekki umfram 3,5 prósent í samræmi við samkomulag um nýgerða kjarasamninga. Þar sem samið var um hóflegar launahækkanir gegn því að gjaldskrárhækkanir yrðu einnig hóflegar. Akureyrarbær hefur hins vegar ekki lækkað gjaldskrárnar.

Anna Júlíusdóttir formaður Einingar-Iðju

„Við samþykktum þetta vegna þess að sveitarfélögin ætluðu sannarlega að koma til móts við launafólk með að lækka álögur á barnafjölskyldur,“ segir Anna. „Það gengur ekki upp að það séu 7,5 til 9 prósent hækkanir, jafn vel upp í 13 prósent þegar við erum að samþykkja svona lágar hækkanir. Þetta var samvinnuverkefni sveitarfélaga, ríkisins og launþegahreyfingarinnar að fara í þetta átak saman til að sporna við verðbólgu. Ef þeir taka ekki þátt í þessu gefur það auga leið að samningar munu losna. Þá er þessi vinna farin fyrir bý.“

Segir hún þetta mjög alvarlegt. Launafólk hafi aðeins samið um 23 þúsund króna hækkanir ár ári næstu fjögur árin.

„Sum sveitarfélög tóku þetta mál mjög alvarlega og breyttu gjaldskrám strax í maí. Það sorglega er að Akureyrarbær spili einleik þarna að mér finnst og eru ekki að standa við það sem þeir eru búnir að lofa,“ segir Anna.

Ekkert til fyrirstöðu að lækka

Í sama streng taka Hilda Jana Gísladóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddvitar Samfylkingar og Framsóknarflokks í minnihluta bæjarstjórnar sem skrifuðu grein í Vikublaðið um málið. En í meirihlutanum sitja Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og L-listi.

Hilda Jana Gísladóttir oddviti Samfylkingar

„Mér finnst þetta eiginlega alveg ótrúlegt. Ég skil ekki af hverju, í ljósi þess hversu launþegar voru reiðubúnir til að semja um lágar upphæðir í launum gegn þessu framlagi hins opinbera, að það sé verið að draga það á langinn og láta mánuð eftir mánuð líða án þess að veita okkar íbúum þessa kjarabót sem íbúar annarra sveitarfélaga hafa nú þegar fengið,“ segir Hilda Jana í samtali við DV.

Hilda lagði fram tillöguna í vor sem var samþykkt en síðan hefur ekkert gerst. Hún segir ekkert hafa komið í veg fyrir að hægt væri að lækka gjaldskrárnar. Þó bæjarstjórn sé í sumarfríi hafi bæjarráð umboð til að taka slíkar ákvarðanir.

„Þetta bitnar helst á barnafólki og fólki í viðkvæmri stöðu,“ segir Hilda Jana.

Ákvörðun tekin brátt

Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokks, segir að málið verði tekið fyrir á fundi bæjarráðs á morgun, fimmtudag.

„Við erum með þetta í vinnslu,“ segir hann og bendir á að Mosfellsbær, Kópavogur, Garðabær og fleiri sveitarfélög hafi heldur ekki lækkað gjaldskrárnar.

Heimir Örn Árnason oddviti Sjálfstæðisflokks og formaður bæjarráðs

„Planið er annað hvort að lækka niður í 3,5 prósent 1. september eða þá að hækka um 0 prósent um áramót. Það er meiri hagur fyrir bæjarbúa,“ segir Heimir Örn.

Segir hann að meirihlutinn vilji vinna málið vel og vandlega en ákvörðun muni liggja fyrir fljótlega eftir morgundaginn og jafn vel á morgun.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“