fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir: Óreiðuhagstjórn hrekur ungt fólk úr landi – tvær þjóðir í landinu

Eyjan
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 12:40

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sakar ríkisstjórnina um að hrekja ungt fólk úr landi með óreiðuhagstjórn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaupmáttur launa hefur sveiflast fjórum sinnum meira hér á landi en í hinum OECD löndunum frá aldamótum og niðursveiflurnar bitna harðast á ungu fólki sem er að berjast við að koma sér upp húsnæði og flytur fjármagn til eldri kynslóðanna.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, bendir á í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun að nú sé áratugur síðan stjórnvöld meinuðu þjóðinni að taka afstöðu til framtíðar í Evrópusambandinu. Allar götur síðan hefur áframhaldandi óstöðugleiki verið veruleiki almennings hér á landi.

Fyrir vikið finnst ungu fólki, og þá sérstaklega menntuðu fólki, Ísland ekki aðlaðandi kostur sem framtíðarheimili. Þetta unga fólk kýs með fótunum og færri íslenski háskólanemar, sem fara út í nám, skila sér aftur heim en annars staðar á Norðurlöndunum. „Við erum Norður­landa­meist­ar­ar í út­flutn­ingi eig­in borg­ara og þar skipta þætt­ir eins og verðbólga, ís­lensk­ir vext­ir á hús­næðislán­um og verð á mat­vöru miklu, sem og stuðning­ur við barna­fjöl­skyld­ur. Þegar talað er um að vera sam­keppn­is­hæf sem þjóð þarf að horfa til þess hvaða veru­leiki bíður ungs fólks. Við verðum að taka það verk­efni al­var­lega að vera sam­keppn­is­hæf sem framtíðar­land ungs fólks.“

Þorbjörg Sigríður bendir á að það er ekki fyrr en haustið 2026 sem gert er ráð fyr­ir að verðbólga geti fallið að 2,5% mark­miði Seðlabank­ans.

Það verði þá eft­ir tæp­lega 80 mánaða sam­fellt verðbólgu­tíma­bil – sem sé með því lengsta í sög­unni.

„Níu ára halla­rekst­ur á rík­is­sjóði hef­ur kynt und­ir verðbólgu­bál­inu.

Íslenskt vaxtastig og vaxta­byrði þekk­ist helst ann­ars í stríðshrjáðum ríkj­um.

Og af­leiðing­ar óstjórn­ar­inn­ar blasa við.

Sam­göngu­áætlun er ófjár­mögnuð á meðan vega­kerfið ligg­ur und­ir skemmd­um.

Heil­brigðis- og mennta­kerfið er í ólestri.

Meira að segja lög­gæsl­an, sem er al­gjör frum­skylda stjórn­valda, hef­ur verið van­fjár­mögnuð um ára­bil.

Póli­tísk­ar áhersl­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar birt­ast ekki síst í harðri andstöðu henn­ar við heil­brigðar leik­regl­ur í sam­fé­lag­inu.

Ein­ok­un í land­búnaði hef­ur verið færð á silf­urfati til Kaup­fé­lags Skag­f­irðinga.

Frum­vörp hafa verið kynnt um að færa Norðmönn­um ótíma­bund­inn nýt­ing­ar­rétt á auðlind­um í fjörðum lands­ins.

Skipt hef­ur verið um fjár­málaráðherra þris­var sinn­um á sex mánuðum í óstarf­hæfri rík­is­stjórn sem snýst þegar allt kem­ur til alls fyrst og fremst um hver sit­ur í hvaða ráðherra­stól.

Þetta er veru­leik­inn sem blas­ir við þing­mönn­um í vet­ur og auðvitað al­menn­ingi öll­um.

Íslend­ing­ar eiga svo miklu betra skilið; stöðug­leika og stjórn sem vinn­ur með al­manna­hags­mun­um, en ekki gegn þeim.

42% sagt skilið við hag­kerfið – hin búa við óstöðug­leika.

Vaxta­kostnaður heim­ila í fyrra jókst um heila 39 millj­arða.“

Hún segir ríkisstjórnina svara þessu með stöðluðu svari um að háir vextir séu einfaldlega í eðli íslenska kerfisins, sem sé lítið og sveiflukennt.

„Aldrei er talað um óreiðuhag­stjórn eða þá staðreynd að tvær þjóðir búa á Íslandi. Ann­ars veg­ar fólkið sem lif­ir í krónu­hag­kerf­inu og hins veg­ar fyr­ir­tæk­in sem gera upp í evr­um og doll­ur­um. Um 250 ís­lensk fyr­ir­tæki hafa yf­ir­gefið krón­una og um 42% þjóðarfram­leiðslunn­ar eins og fram kom í ný­legu svari viðskiptaráðherra við fyr­ir­spurn­um mín­um á Alþingi. Vaxta­ákv­arðanir Seðlabank­ans hafa þess vegna ekki áhrif á lán þess­ara fyr­ir­tækja. Þess­um fyr­ir­tækj­um bjóðast betri láns­kjör en heim­il­um og litl­um fyr­ir­tækj­um.“

Hún segir Viðreisn hafn­a þess­um veru­leika til fram­búðar. Stöðug­leiki eigi að vera lúx­us allra en ekki sumra. Stöðug­leik­inn fáist ekki fyrr en al­menn­ing­ur njóti stöðugs gjald­miðils rétt eins og stór­fyr­ir­tæk­in gera.

„Um það snýst heil­brigt lýðræði og það er skylda rík­is­stjórn­ar sem vinn­ur í þágu al­manna­hags­muna og stöðug­leika – en ekki gegn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt