fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 5. júlí 2024 13:30

Kristrún fagnaði kosningasigrinum með Starmer í Tate Modern-safninu í London í nótt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar óskar Verkamannaflokknum og leiðtoga hans og verðandi forsætisráðherra Breta, Keir Starmer, til hamingju með sigur þeirra í kosningunum í gær.

„Ég óska Keir Starmer og Verkamannaflokknum til hamingju með sögulegan sigur,“

 segir Kristrún í færslu á Facebook og birtir með mynd af þeim Starmer.

„Eftir 14 ár í stjórnarandstöðu er jafnaðarmaður orðinn forsætisráðherra Bretlands á ný.

Nú er verkefni Starmers og Verkamannaflokksins að blása Bretum aftur von í brjóst eftir áralanga stöðnun. Það verður best gert með áþreifanlegum breytingum sem fólk finnur fyrir í daglegu lífi.“

Verkamannaflokkurinn vann stórsigur í bresku þingkosningunum sem fóru fram í gær. Til að öðlast meirihluta þarf 236 sæti af 650 sætum. Verkamannaflokkurinn hefur fengið 412 þingsæti. Íhaldsflokkurinn sem verið hefur við stjórnvölinn síðustu 14 ár fær 121 þingsæti. Eftir er að skera úr um hvaða frambjóðandi stóð uppi sem sigurvegari í tveimur kjördæmum af 650. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“